Andlát | Andrés Indriðason 1941-2020

Andrés Indriðason (til hægri) ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni þáverandi útvarpsstjóra við samkomu þar sem minnst var 50 ára starfsafmælis Andrésar hjá RÚV (mynd: Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir).

Andrés Indriðason, frum­kvöðull á sviði ís­lenskr­ar dag­skrár­gerðar í sjón­varpi, er lát­inn, 78 ára að aldri.

Hér má lesa umfjöllun um Andrés þegar hann hélt uppá 50 ára starfsafmæli sitt hjá RÚV 2015, þar sem hann ræðir meðal annars um upphafsárin.

Morgunblaðið greinir frá og þar kemur eftirfarandi fram:

Andrés Indriðason fædd­ist í Reykja­vík 7. ág­úst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kenn­ari, dag­skrár­gerðarmaður í út­varpi og sjón­varpi, við kvik­mynda­gerð og ritstörf. Hann hef­ur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyr­ir Sjón­varpið.

Andrés varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1963 og stundaði ensku­nám við Há­skóla Íslands 1963-64. Hann nam kvik­mynda­gerð og dag­skrár­gerð fyr­ir sjón­varp í Árós­um og Kaup­manna­höfn 1965 og 1966. Hann vann sem dag­skrár­gerðarmaður hjá Sjón­varp­inu frá stofn­un þess árin 1966-85. Frá 1985 starfaði hann sem rit­höf­und­ur, og vann sam­hliða sjálf­stætt að dag­skrár­gerð í Sjón­varp­inu. Einnig vann hann að kvik­mynda­gerð sem leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur. Hann var m.a. upp­töku­stjóri og um­sjón­ar­maður Gettu bet­ur í 25 ár og hlaut fyr­ir það Eddu­verðlaun­in.

Andrés skrifaði meira en 30 skáld­sög­ur og tugi leik­verka fyr­ir út­varp, sjón­varp og leik­svið, t.d. Þjóðleik­húsið og Kópa­vogs­leik­húsið. Fyrsta bók hans, Lykla­barn, hlaut fyrstu verðlaun í barna­bóka­sam­keppni Máls og menn­ing­ar árið 1979. Önnur bók hans Polli er ekk­ert blá­vatn hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykja­vík­ur sem besta frum­samda bók­in árið 1981. Fyr­ir bók­ina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Náms­gagna­stofn­un­ar í sam­keppni um létt les­efni fyr­ir börn árið 1984. Bæk­ur hans hafa verið gefn­ar út í Þýskalandi, Sviss, Aust­ur­ríki og Dan­mörku.

Útvarps­leik­rit Andrés­ar hafa verið flutt alls staðar á Norður­lönd­un­um og í Bretlandi og leikn­ar sjón­varps­mynd­ir hans fyr­ir börn hafa verið sýnd­ar víða um heim. Einnig gerði hann leikn­ar kvik­mynd­ir fyr­ir börn á veg­um Náms­gagna­stofn­un­ar, skrifaði hand­rit og leik­stýrði, og eru mynd­irn­ar notaðar sem kennslu­efni, hér­lend­is og er­lend­is.

Andrés skapaði ást­sælu brúðuper­són­urn­ar Glám og Skrám sem birt­ust í leikþátt­um í Stund­inni okk­ar. Einnig samdi hann sögu- og söng­text­ana á hljóm­plöt­unni Glám­ur og Skrám­ur í sjö­unda himni 1979.

Andrés skrifaði og leik­stýrði fjöl­skyldu­mynd­inni Veiðiferðinni sem frum­sýnd var árið 1980 og er enn í dag ein mest sótta kvik­mynd sem gerð hef­ur verið hér­lend­is.

Andrés læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Val­gerði Ingimars­dótt­ur. Dæt­ur þeirra eru Ester, f. 1973, og Ásta, f. 1976. Barna­börn­in eru þrjú.

Sjá nánar hér: Andlát: Andrés Indriðason

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR