Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN komin yfir 28 þúsund gesti

Eftir átjándu sýningarhelgi (þar af tólf helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin áfram í öðru sæti aðsóknarlistans.

1,095 sáu myndina í vikunni miðað við 1,367 gesti vikuna áður. Nemur heildarfjöldi gesta nú 28,222 manns og nokkuð ljóst að hún mun fara yfir þrjátíu þúsund gesta markið.

109 sáu Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson í vikunni, en alls hafa nú 441 séð hana eftir aðra helgi.

ATH: Kvikmyndahúsin lokuðu þann 24. mars vegna kórónaveirufaraldursins og opnuðu aftur 4. maí.

Aðsókn á íslenskar myndir 29. júní til 5. júlí 2020

VIKURMYNDAÐSÓKNALLS (SÍÐAST)
18Síðasta veiðiferðin1,09528,222 (27,127)
2Mentor109441 (332)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR