spot_img

Aðsókn | AMMA HÓFÍ með hátt í fjórtán þúsund gesti eftir þriðju helgi

Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi með hátt í fjórtán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er áfram í fjórða sæti með hátt í 32 þúsund gesti.

3,324 sáu Ömmu Hófí í liðinni viku, en alls hefur myndin fengið 13,699 gesti eftir þriðju sýningarhelgi.

958 sáu Síðustu veiðiferðina í vikunni. Eftir 21. sýningarhelgi (þar af fimmtán helgar í sýningum) nemur heildarfjöldi gesta 31,896 manns.

29 sáu Mentor í vikunni, en alls hafa 591 séð hana eftir fimmtu helgi.

ATH: Kvikmyndahúsin lokuðu þann 24. mars vegna kórónaveirufaraldursins og opnuðu aftur 4. maí.

Aðsókn á íslenskar myndir 20.-26. júlí 2020

VIKURMYNDAÐSÓKNALLS (SÍÐAST)
3Amma Hófí3,32413,699 (10,375)
21Síðasta veiðiferðin95831,896 (30,938)
5Mentor29591 (562)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR