Heim Bransinn Sigurjón Sighvatsson skipaður formaður kvikmyndaráðs

Sigurjón Sighvatsson skipaður formaður kvikmyndaráðs

-

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýtt átta manna kvikmyndaráð. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, er formaður ráðsins.

Þetta kemur fram á vef RÚV og þar segir einnig:

Varaformaður ráðsins er Margrét Örnólfsdóttir. Auk Sigurjóns og Margrétar sitja Anna Þóra Steinþórsdóttir, Ragnar Bragason, Lilja Ósk Snorradóttir, Lilja Ósk Diðriksdóttir, Birna Hafstein og Bergsteinn Björgúlfsson í ráðinu.

Samkvæmt kvikmyndalögum skal kvikmyndaráð vera stjórnvöldum og Kvikmyndamiðstöð Íslands til ráðgjafar um málefni kvikmynda. Ráðið gerir jafnframt tillögur til ráðherra um stefnu og markmið opinberra aðgerða á sviði kvikmyndalistar.

Ráðherra skipar kvikmyndaráð til þriggja ára í senn. Formaðurinn er skipaður án tilnefningar en hinir sjö eru skipaðir samkvæmt tilnefningum. Sigurjón tekur við af Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, sem var formaður ráðsins frá 2016 til 2019.

Sjá nánar hér: Sigurjón Sighvatsson skipaður formaður kvikmyndaráðs

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.