spot_img
HeimEfnisorðKvikmyndaráð

Kvikmyndaráð

Svona er ráðningarferli forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar

Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndaráð og sérstök hæfnisnefnd koma að ferlinu en endanleg ákvörðun er í höndum ráðherra. Klapptré fór yfir ferlið með Skúla Eggert Þórðarsyni ráðuneytisstjóra Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Sigurjón Sighvatsson skipaður formaður kvikmyndaráðs

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýtt átta manna kvikmyndaráð. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, er formaður ráðsins.

Breytingar á kvikmyndalögum fyrirhugaðar, óskað eftir umsögnum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um breytingu á kvikmyndalögum. Drögin lúta sérstaklega að útfærslu ríkisaðstoðar til kvikmynda með tilliti til nýrra reglna frá ESB, en einnig er gerð tillaga um takmarkanir á skipunartíma forstöðumanns og staða Kvikmyndaráðs skýrð. Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpsdrögin til 19. febrúar.

Kvikmyndaráð ályktar um Samkomulagið: Enn þarf að sækja fram

Kvikmyndaráð fagnar því að samkomulag hafi náðst um íslenska kvikmyndagerð fyrir árin 2016 – 2019. Sameiginlegt markmið þeirra sem koma að þessu samkomulagi er að hér á landi séu gerðar kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsefni sem spegla okkar samfélag, gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og forgangsraðað í þágu barnamenningar.

Kvikmyndaráð skoðar nýjan kvikmyndasamning og kvikmyndalög

Kvikmyndaráð undir forystu Áslaugar Friðriksdóttur vinnur nú að tillögum um endurnýjun kvikmyndasamnings stjórnvalda og bransans og skoðar einnig gildandi kvikmyndalög frá 2001. Kvikmyndaráði er ætlað veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR