Breytingar á kvikmyndalögum fyrirhugaðar, óskað eftir umsögnum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um breytingu á kvikmyndalögum. Drögin lúta sérstaklega að útfærslu ríkisaðstoðar til kvikmynda með tilliti til nýrra reglna frá ESB, en einnig er gerð tillaga um takmarkanir á skipunartíma forstöðumanns og staða Kvikmyndaráðs skýrð. Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpsdrögin til 19. febrúar.

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

Meginefni þessa frumvarps er að kveða á um með skýrum hætti að umsækjendur frá öðrum ríkjum EES geti sótt um styrk til kvikmyndasjóðs. Jafnframt eru sett ítarlegri skilyrði en nú eru um að styrkur verði einungis veittur vegna íslenskra kvikmynda, kvikmynda sem eru á íslenskri tungu eða hafa íslenska menningarlega eða samfélagslega skírskotun. Litið var m.a. til ákvæða dönsku kvikmyndalaganna við afmörkun á framangreinum skilyrðum úthlutunar.

Þá segir ennfremur:

Frumvarpið snertir fyrst og fremst kvikmyndageirann og þá sem starfa við kvikmyndagerð. Samráð var haft við forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndaráð og tekið tillit til tillagna þess um skipunartíma forstöðumanns og hlutverk ráðsins.

Hægt er að skoða PDF útgáfu af frumvarpinu hér: 

Sjá nánar hér: Samráðsgátt | Öll mál

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR