Markelsbræður gera „Síðustu veiðiferðina“

Leikarar og tökulið Síðustu veiðiferðarinnar. Efri röð frá vinstri: Hrund Snorradottir, Guðmundur Garðarsson, Suvi Korpela, Halldór Gylfason, Jóhann Sigurðarson, Örn Marinó Arnarson, Þorkell Harðarson, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Árni Þorbjörn Gústafsson og Hallur Ingólfsson (bakvið Árna). Neðri röð frá vinstri: Bergsteinn Björgúlfsson, Hjálmar Hjálmarsson, Hilmir Snær Guðnason, Þröstur Leó Gunnarsson, Þorsteinn Bachmann og Daníel Gylfason.

Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, tóku upp sína fyrstu leiknu bíómynd í sumar og kallast hún Síðasta veiðiferðin. Áætlað er að frumsýna myndina á fyrstu mánuðum næsta árs.

Þorkell og Örn Marinó leikstýra, framleiða og skrifa handritið, sem fjallar um hóp manna á miðjum aldri sem skreppa í veiðitúr. Skemmst er frá því að segja að förin verður í skrautlegra lagi.

Einvalalið leikara fer með helstu hlutverk, þeir Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson og Þröstur Leó Gunnarsson. Einnig koma við sögu Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ylfa Marín Haraldsdottir, Vivian Ólafsdóttir, Ásta Júlía Elíasdóttir og Lilja Nótt Þórarinsdóttir.  Bubba Morthens bregður sömuleiðis fyrir.

Bergsteinn Björgúlfsson sér um kvikmyndatöku og Árni Þorbjörn Gústafsson um hljóð. Ólafur Jónasson gerir leikmynd og Suvi Korpela sér um framkvæmdastjórn. Sigvaldi Kárason klippir og Hallur Ingólfsson gerir tónlist.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR