Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN heldur kvikmyndahúsunum gangandi

Áfram er mikil aðsókn á Síðustu veiðiferðina þrátt fyrir kórónavírus og meðan aðsókn í bíó dregst saman um nær helming milli helga.

6,275 gestir sáu myndina í vikunni og nemur heildarfjöldi gesta nú 11,364 manns. Þetta er áhugavert í ljósi þess að aðsókn í bíó dregst saman um nær helming milli helga.

Myndin er áfram í 1. sæti og fær langmestu aðsóknina í vikunni, en aðsókn á næstu mynd, Onward frá Pixar er tæplega tveim þriðju minni á sama tímabili.

Ljóst er að Íslendinga þyrstir í íslenskt grín á þessum skrýtnu tímum og er auðvelt að hugsa sér að aðsókn á myndina væri mun hærri ef ekki væri fyrir ástandið.

Framundan er takmarkað samkomubann (100 manns eða fleiri) og bíóin hafa gert ráðstafanir í samræmi við það. Auk fjöldatakmarkana er gert ráð fyrir bili á milli gesta. Vegna þessa og til að koma til móts við áhugann á myndinni hefur sýningartímum hennar verið fjölgað.

Sérlega fróðlegt verður að sjá hvað myndin gerir í yfirstandandi viku í ljósi stöðunnar.

Gullregn Ragnars Bragasonar er í 25. sæti eftir 10. viku með 8,509 gesti.

Aðsókn á íslenskar myndir 9.-15. mars 2020

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
2Síðasta veiðiferðin6,27511,3645,089
10Gullregn298,5098,480
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR