Bransadagar Stockfish felldir niður

Stockfish hátíðin hefur ákveðið að fella niður alla viðburði tengda bransadögum hátíðarinnar. Bíósýningar halda áfram en með takmörkunum á gestafjölda.

Í tilkynningu á vef Stockfish segir:

Vegna útbreiðslu á COVID-19 á Íslandi hefur Stockfish ákveðið að aflýsa öllum bransaviðburðum, móttökum og afboðað komu erlendra gesta á hátíðina. Það eina sem eftir stendur eru bíósýningarnar í Bíó Paradís, sem hlýta sömu reglum og sýningar í öðrum bíóhúsum. Kvikmyndahúsin eiga eftir að bregðast við yfirvofandi samkomubanni. Það er viðbúið að verði gert á mánudaginn.

Nú þegar hafa takmarkanir verið settar á miðasölu til að tryggja að fjöldi gesta fari ekki yfir 100 í senn. Það er greiður aðgangur að handspritti í Bíó Paradís og sérstaklega gætt að þrifum. Eins eru bíógestir hvattir til að skilja eftir auð sæti sín á milli til að takmarka nánd á sýningum. Við munum fylgjast vel með gangi mála sem og yfirlýsingum frá Landlækni og hlýta tilmælum þaðan í einu og öllu.

Sjá nánar hér: Tilkynning vegna COVID-19 og samkomubanns. – Stockfish Film Festival

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR