Heim Fréttir Bransadagar Stockfish felldir niður

Bransadagar Stockfish felldir niður

-

Stockfish hátíðin hefur ákveðið að fella niður alla viðburði tengda bransadögum hátíðarinnar. Bíósýningar halda áfram en með takmörkunum á gestafjölda.

Í tilkynningu á vef Stockfish segir:

Vegna útbreiðslu á COVID-19 á Íslandi hefur Stockfish ákveðið að aflýsa öllum bransaviðburðum, móttökum og afboðað komu erlendra gesta á hátíðina. Það eina sem eftir stendur eru bíósýningarnar í Bíó Paradís, sem hlýta sömu reglum og sýningar í öðrum bíóhúsum. Kvikmyndahúsin eiga eftir að bregðast við yfirvofandi samkomubanni. Það er viðbúið að verði gert á mánudaginn.

Nú þegar hafa takmarkanir verið settar á miðasölu til að tryggja að fjöldi gesta fari ekki yfir 100 í senn. Það er greiður aðgangur að handspritti í Bíó Paradís og sérstaklega gætt að þrifum. Eins eru bíógestir hvattir til að skilja eftir auð sæti sín á milli til að takmarka nánd á sýningum. Við munum fylgjast vel með gangi mála sem og yfirlýsingum frá Landlækni og hlýta tilmælum þaðan í einu og öllu.

Sjá nánar hér: Tilkynning vegna COVID-19 og samkomubanns. – Stockfish Film Festival

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.