HeimEfnisorðStockfish 2020

Stockfish 2020

Sprettfiskur 2020: Faðmlög á tímum félagslegrar fjarlægðar

"Tengslin sem myndast á milli ólíkra kynslóða var það þema sem var einna mest áberandi í Sprettfisknum þetta árið, sem er ágætlega viðeigandi á tímum heimsfaraldurs sem hefur mjög mismunandi áhrif á mismunandi kynslóðir," skrifar Ásgeir H. Ingólfsson á vef sinn Menningarsmygl um stuttmyndirnar sem kepptu um Sprettfiskinn í ár.

BLAÐBERINN hlaut Sprettfiskinn

Stuttmyndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur bar sigur úr býtum í stuttmyndakeppninni Sprettfiskurinn sem Stockfish kvikmyndahátíðin stendur fyrir. Í verðlaun hlaut Ninna 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl.

Bransadagar Stockfish felldir niður

Stockfish hátíðin hefur ákveðið að fella niður alla viðburði tengda bransadögum hátíðarinnar. Bíósýningar halda áfram en með takmörkunum á gestafjölda.

[Stikla] EINS OG MÁLVERK EFTIR EGGERT PÉTURSSON, frumsýnd á Stockfish

Heimildamyndin Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson verður frumsýnd á Stockfish hátíðinni þann 15. mars næstkomandi. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um samnefndan málara og verk hans.

Stockfish hátíðin heldur sínu striki

Stockfish hátíðin hefur ekki uppi plön um að fresta hátíðinni, sem hefst á fimmtudag að óbreyttu. Rætt var við Marzibil Sæmundardóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar í Lestinni á Rás 1.

Áhersla á sjónvarpsþáttaraðir á bransadögum Stockfish

Líkt og jafnan eru bransadagar stór hluti af Stockfish hátíðinni en þar er fjallað um ýmis mál sem snúa að kvikmyndagreininni. Áhersla á þróunina í sjónvarpsþáttaröðum er áberandi að þessu sinni.

Þverskurður nýrra og nýlegra kvikmynda á Stockfish auk margra góðra gesta

Vel á þriðja tug nýrra og nýlegra kvikmynda víðsvegar að verða sýndar á Stockfish hátíðinni sem stendur frá 12.-22. mars. Þarna má finna ýmsar myndir sem hlotið hafa góðar viðtökur á hátíðum á undanförnum mánuðum en einnig tvær heimsfrumsýningar. Sex leikstjórar og einn leikari sækja hátíðina heim að þessu sinni. Auk þessa verða tvær íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni. 

Stockfish hátíðin sendir frá sér tilkynningu vegna myndavals á Sprettfisk

Stockfish hátíðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vals á stuttmyndum á Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni hátíðarinnar, en ein myndanna var frumsýnd 2018 og vann sem slík Edduverðlaun í fyrra sem stuttmynd ársins. Í reglum Sprettfisksins sem gefnar voru út 22. janúar síðastliðinn var kveðið á um að myndir væru framleiddar 2019 eða síðar. Í tilkynningunni er einnig komið inná hversvegna orðalagi reglna var breytt á vef Stockfish fyrir tveimur dögum, löngu eftir að innsendingarfresti lauk.

Stockfish 2020: Þessar stuttmyndir keppa um Sprettfiskinn

Sex stuttmyndir hafa verið valdar til að keppa um Sprettfiskinn, stuttmyndakeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR