[Stikla] EINS OG MÁLVERK EFTIR EGGERT PÉTURSSON, frumsýnd á Stockfish

Rammi úr Eins og málverk eftir Eggert Pétursson.

Heimildamyndin Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson verður frumsýnd á Stockfish hátíðinni þann 15. mars næstkomandi. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um samnefndan málara og verk hans.

Myndin er svo kynnt:

Í jökulruðningi fyrir framan Skaftafellsjökul, á ystu annesjum Tröllaskaga og í ferð okkar um hálendið uppgötvum við senn hornsteina og hreyfiafl myndarinnar. Við njótum leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts. Eggert er hugmyndalistamaður með raunsanna sýn á form og skipulag en fantasían er bundin í túlkun og eigin tilfinningu í málverkinu. Í skissubók hans og í tónlistaróði til móður náttúru, þar sem þrautseigja og margbreytileiki flórunnar skákar heimi málverksins, er að finna það sem undirstrikar tilvist þessa tveggja heima.

Gunnlaugur Þór, sem er kunnur af verkum sínum til áratuga sem upptökustjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu, stýrir og skrifar handrit ásamt Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Ólafur Rögnvaldsson sér um kvikmyndatöku og Anna Þóra Steinþórsdóttir um klippingu. Gunnar Árnason er hljóðhönnuður en Atli Örvarsson og Sindri Már Sigfússon gera tónlist.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR