Aðsókn | AMMA HÓFÍ yfir tíu þúsund gesti, SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN yfir þrjátíu þúsund

Amma Hófí eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með rúmlega tíu þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fjórða sæti og er komin yfir þrjátíu þúsund gesta markið.

6,649 sáu Ömmu Hófí í liðinni viku, en alls hefur myndin fengið 10,375 gesti eftir aðra sýningarhelgi. Til samanburðar hafði Síðasta veiðiferðin fengið aðeins fleiri gesti á sama tíma, eða 11,364. Ekki er því ólíklegt að Amma Hófí muni hljóta svipaða heildaraðsókn þegar upp er staðið.

Síðasta veiðferðin er komin yfir þrjátíu þúsund gesta markið.  1,511 sáu myndina í vikunni miðað við 1,205 gesti vikuna áður. Eftir tuttugustu sýningarhelgi (þar af fjórtán helgar í sýningum) nemur heildarfjöldi gesta 30,938 manns.

44 sáu Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson í vikunni, en alls hafa 562 séð hana eftir fjórðu helgi.

ATH: Kvikmyndahúsin lokuðu þann 24. mars vegna kórónaveirufaraldursins og opnuðu aftur 4. maí.

Aðsókn á íslenskar myndir 13.-19. júlí 2020

VIKURMYNDAÐSÓKNALLS (SÍÐAST)
2Amma Hófí6,64910,375 (3,726)
20Síðasta veiðiferðin1,51130,938 (29,427)
4Mentor44562 (518)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR