BIRTA opnar í þriðja sæti, LEYNILÖGGA yfir 31 þúsund gesti

Birta Braga Þórs Hinrikssonar opnar í 3. sæti. Leynilögga er í 2. sæti eftir þriðju helgi.

Fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd á föstudag. Alls sáu 1,516 myndina um helgina en 2,438 með forsýningum.

Leynilöggu sáu alls 6,564 gestir í vikunni. Heildaraðsókn eftir þriðju sýningarhelgi nemur 31,185 gestum.

Dýrið sáu 259 í vikunni sem leið en alls hefur myndin fengið 6,392 gesti eftir sjöundu sýningarhelgi.

65 sáu pólsk-íslensku myndina Wolka í vikunni, en myndin hefur alls fengið 1,817 gesti eftir fjórðu helgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 1.-7. nóv. 2021

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
3Leynilögga 6,564 (11,176)31,185 (24,621)
Birta1,516 (helgin)2,438 (með forsýningum)
7Dýrið259 (531)6,392 (6,133)
4Wolka65 (139)1,817 (1,752)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR