HeimFréttirHelstu tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna kynntar, VOLAÐA LAND tilnefnd í flokki leikara

Helstu tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna kynntar, VOLAÐA LAND tilnefnd í flokki leikara

-

Helstu tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna voru kynntar í dag. Verðlaunin verða afhent í Hörpu þann 10. desember.

Leikstjórarnir Baltasar Kormákur og Benedikt Erlingsson kynna tilnefningarnar í sérstakri klippu ásamt leikkonunni Halldóru Geirharðsdóttur, tónskáldinu Ólafi Arnalds og búningahönnuðinum Margréti Einarsdóttur.

Tilnefningar má skoða hér. Tvær íslenskar kvikmyndir hljóta tilnefningu, annarsvegar Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson sem tilnefnd er sem evrópsk gamanmynd ársins (þetta var tilkynnt hér) og hinsvegar fær Elliot Crosset Hove tilnefningu sem besti leikari fyrir Volaða land eftir Hlyn Pálmason.

Tilnefningar fyrir kvikmyndatöku, klippingu, leikmynd, búninga, förðun og hár, tónlist, hljóð og myndbrellur verða kynntar 23. nóvember.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR