spot_img

Aðsókn eykst á DÝRIÐ, WOLKA opnar í 5. sæti

Aðsókn á Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eykst milli vikna og má telja líklegt að velgengni myndarinnar í Bandaríkjunum hafi þar áhrif á. Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson opnar í 5. sæti aðsóknarlistans.

Dýrið sáu 1,289 gestir í vikunni sem leið miðað við 719 gesti í vikunni á undan. Alls hefur myndin fengið 4,651 gesti eftir fjórðu sýningarhelgi.

822 sáu pólsk-íslensku myndina Wolka um frumsýningarhelgina, en myndin hefur alls fengið 1,281 gesti með forsýningu.

Aðsókn á íslenskar myndir 11.-17. okt. 2021

VIKURMYNDAÐSÓKNALLS (SÍÐAST)
4Dýrið1,2894,651 (3,362)
Wolka8221,281 (með forsýningu)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR