Heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Milli fjalls og fjöru, fjallar um skóg á Íslandi; skógeyðingu, skógnýtingu, og skógrækt. Almennar sýningar hefjast á fimmtudag í Bíó Paradís.
Í kvikmyndinni er fjallað um skógrækt 20. aldar til okkar tíma þar sem nauðsyn skógræktar verður æ nauðsynlegri til að sporna við hamfarahlýnun. Sögumenn eru vísindamenn, fræðimenn og bændur.
Þetta er fjórða myndin í röð heimildamynda Ásdísar sem fjalla um landið og fólkið sem þar býr og bjó. Hinar eru Gósenlandið (2019), Skjól og skart (2017) og Súðbyrðingur – saga báts (2011).