Heim Fréttir Bresk/íslensk þáttaröð um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í uppsiglingu

Bresk/íslensk þáttaröð um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í uppsiglingu

-

Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir.

RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og breska framleiðslufyrirtækið Buccaneer Media hafa tekið höndum saman um framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar sem byggð verður á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þáttaröðin mun kallast Reykjavik Confessions.

RÚV greinir frá og vísar til umfjöllunar Deadline.

Á vef RÚV segir:

Breski blaðamaðurinn Simon Cox verður framleiðendum innan handar, en hann hefur farið ítarlega yfir málið undanfarin ár fyrir breska ríkisútvarpið.

Hvarf Guðmundar og Geirfinns verður í forgrunni þáttaraðarinnar, en einnig verður sjónum beint að tíðarandanum. Ísland var talsvert í alþjóðlegu sviðsljósi á þessum tíma. Þorskastríðið var í algleymingi og á þessum tíma fylgdust milljónir með beinni útsendinu skákeinvígis aldarinnar á milli Boris Spassky og Bobby Fischer.

Deadline hefur eftir Baltasar að hann hafi kynnst nokkrum þeirra sem voru dæmdir í málinu eftir að þeim var sleppt. Þeir segi enn að þeir séu saklausir og segir Baltasar að honum finnist það skylda sín að segja sögu þeirra. Þættirnir verða á ensku. Handritshöfundur verður John Brownlow, en hann skrifaði til að mynda handritið fyrir sjónvarpþætti um Ian Fleming, höfund sagnanna af James Bond.

Sjá nánar hér: Ensk þáttaröð um þekktasta sakamál Íslands | RÚV

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.