Rétthafar vilja fá Netflix til landsins

Björn Sigurðsson forstjóri Senu.
Björn Sigurðsson forstjóri Senu.

Í spjalli við RÚV segir Björn Sigurðsson forstjóri Senu myndrétthafa ekki standa í vegi fyrir því að Netflix bjóði þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið verði að spila eftir reglunum.

Björn bendir á að Netflix hafi kosið að gera ekki höfundarréttarsamning við Ísland, þrátt fyrir óskir þess efnis frá innlendum rétthöfum. Því er ekki hægt að kaupa efni frá Netflix beint frá Íslandi en með einföldum krókaleiðum er hægt að verða sér úti um erlenda IP-tölu og fengið þannig áskrift að veitunni.

Með þessari skáleið inn á íslenskan markað þurfi Netflix ekki að undirgangast sömu skyldur og kvaðir og innlendir aðilar, til dæmis reglur um texta og talsetningu, kvikmyndaskoðun og greiðslu skatta og skyldna af tekjum sem myndast. Björn líkir þessu við að verslunarrisinn Walmart fengi að reisa hér verslunarmiðstöð án þess að greiða nokkur opinber gjöld. Slíkt myndi skekkja samkeppni.

Sjá nánar hér: Rétthafar vilja fá Netflix til landsins | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR