Krafa um skref aftur til fortíðar

netflix logoÞórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf umræðunni um Netflix málið og bendir á að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér.

Þórður Snær segir m.a.:

„En áhyggjur stjórnenda 365 snúast ekki um velvilja gagnvart listamönnum og að þeir fái réttmætar greiðslur fyrir vinnu sinna. Þá myndi fyrirtækið einfaldlega greiða þeim sem búa til vörur þeim mun betur. Þær snúast heldur ekki um íslenska tungu og menningu, sem Ari Edwald, forstjóri 365, vill meina að sé stórkostlega ógnað vegna framboðs á ótextuðu efni. Ef Ari væri svo áfram um að textun efnis væri af himinháum gæðum hefði hann til dæmis varla gefið heimild fyrir því að þýðendur sem starfað höfðu margir hverjir í áratugi hjá 365 voru reknir síðastliðið vor og vinnu þeirra úthýst til annarra sem mun minni reynslu höfðu. Auk þess hefur prófarkalesurum fyrirtækisins verið fækkað umtalsvert, sem sýnir ekki mikla ást á íslenskri tungu.“

Og síðar í pistli sínum segir Þórður Snær:

„Sama hvað gamli tíminn bölvar neysluháttum nútímans mikið mun ekki takast að draga neytendur aftur til þeirra tíma þegar neysla þeirra gaf milliliðum á borð við fjölmiðlafyrirtæki eða útgefendur mest í vasann. Ef viðskiptavininum þóknast þessar nýju leiðir, niðurhal og/eða streymi á efni, betur en þær leiðir sem markaðurinn býr þegar að verða fyrirtæki á markaði að laga sig að vilja viðskiptavinarins eða deyja. Ef hann vill geta horft á alla þætti í þáttaröð á einum og sama deginum gerir hann það óháð því hvort það hentar viðskiptamódeli 365 eða annarra sem hafa línulega sjónvarps­dagskrá í áskrift sem tekjugrundvöll.“

Sjá nánar hér: Krafa um skref aftur til fortíðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR