[Stikla] AGAINST THE ICE kemur á Netflix 2. mars

Stikla Netflix myndarinnar Against the Ice er komin út, en myndin verður frumsýnd 2. mars næstkomandi. Baltasar Kormákur framleiðir en Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.

Myndin hefur verið valin inn á kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fram fer í febrúar og verður frumsýnd þar í í flokknum Berlinale Special – Gala Screening.

Nikolaj Coster-Waldau skrifar einnig handritið ásamt Joe Derrick. Leikstjóri er Peter Flinth. Meðal íslenskra leikara eru Heiða Reed og Gísli Örn Garðarsson.

Kjartan Kjartansson sér um hljóðhönnun en ásamt honum komu Gunnar Árnason og Ingvar Lundberg að hljóðvinnslu. Pétur Einarsson og Jón Atli Magnússon sáu um hljóðupptökur.

Atli Geir Grétarsson gerði leikmynd ásamt Hauki M. Hrafnssyni og Marta Luiza Macuga. Búninga gerði Margrét Einarsdóttir.

Fjöldi annarra Íslendinga kom að verkinu (sjá hér) sem var tekið upp hér á landi 2020.

Against the Ice er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað 1909, þegar tveir danskir menn freista þess að sanna að Grænland er eyja, en lenda í miklu harðræði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR