„Malevolent“ Ólafs de Fleur frumsýnd á Netflix

Bíómyndin Malevolent í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar verður frumsýnd á Netflix þann 5. október. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir bíómynd sem frumsýnd er á Netflix.

Malevolent, sem upphaflega gekk undir heitinu Hush og Klapptré sagði frá hér, fjallar um systkini sem pretta fólk með því að segjast losa það við draugagang. Þau komast að því fullkeyptu þegar þau eru fengin til að rannsaka yfirgefið fósturheimili.

Nánar má fræðast um myndina hér, en stikla er að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR