Rætt um íslensk/eistneska samvinnu á RIFF

Í dag, 2. október, fara fram tvö málþing í Norræna húsinu á vegum RIFF þar sem samvinna íslenskra og eistneskra kvikmyndagerðarmanna er í brennidepli.

FERILRANNSÓKN – SVANURINN OG UNDIR HALASTJÖRNU

Kl. 12:15 – 13:15 í Norræna húsinu.

Nýverið hafa tvær íslenskar kvikmyndir, Svanurinn og Undir halastjörnu, verið samframleiddar með Eistum. Leikstjórar myndanna, Ása Helga Hjörleifsdóttir og Ari Alexander Ergis Magnússon ásamt framleiðendum segja frá tilurð samstarfsins.

Þátttakendur eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birgitta Björnsdóttir, Hlín Jóhannesdóttir, Ari Alexander Ergis Magnússon, Kristinn Þórðarson og Evelin Penttliä.

STEFNUMÓT ÍSLENSKRA OG EISTNESKRA KVIKMYNDAGERÐARMANNA

Kl. 14:30 -16:00 í Norræna húsinu.

Nánar má skoða dagskrá bransadaga RIFF hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR