HeimEfnisorðOlaf de Fleur

Olaf de Fleur

Cineuropa um KING OF THE BUTTERFLIES: Kærleiksrík svipmynd

"Einstök portrettmynd," segir Davide Abbatescianni hjá Cineuropa meðal annars um heimildamynd Ólafs de Fleur, King of the Butterflies, sem tók þátt í Nordisk Panorama hátíðinni og er nú sýnd á RIFF.

Olaf de Fleur kennir kvikmyndagerð á netinu

Leikstjórinn, framleiðandinn og handritshöfundurinn Olaf de Fleur býður nú uppá kennslu í kvikmyndagerð á netinu í gegnum menntunarvefinn SkillShare.

Ólafur de Fleur Jóhannesson um “Malevolent” og Netflix: Þetta er nýi völlurinn

Hrollvekjan Malevolent, í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar, verður frumsýnd á streymisveitunni Netflix á morgun, föstudag. Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni þessa.

“Malevolent” Ólafs de Fleur frumsýnd á Netflix

Bíómyndin Malevolent í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar verður frumsýnd á Netflix þann 5. október. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir bíómynd sem frumsýnd er á Netflix.

“Borgríki 2” fær fínar viðtökur í Bandaríkjunum

Borgríki 2 - blóð hraustra manna Ólafs de Fleur er komin út á VOD í Bandaríkjunum og hafa undanfarið birst fínir dómar um myndina í netmiðlum vestra.

“Borgríki 2” dreift á Spáni, stikla á spænsku

Borgríki 2 – blóð hraustra manna eftir Ólaf de Fleur er komin í dreifingu á Spáni á vegum Betta Pictures. Stikla með spænsku tali hefur verið útbúin af þessu tilefni og má sjá hana hér.

Gagnrýni | Borgríki 2

"Að mestu leyti mjög vönduð mynd sem heldur manni frá upphafi til enda. Þetta er það sem maður myndi kalla “solid ræmu”. Hún gerir fátt sérlega illa og nær að mestu því sem hún ætlar sér. Þetta er framhaldsmynd sem er ekki algjör endurtekning á fyrstu myndinni heldur víkkar út heiminn og bætir einhverju við, en viðheldur samt stemningu fyrstu myndarinnar," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

“Borgríki 2” frumsýnd

Almennar sýningar hefjast á morgun föstudag á Borgríki 2 - blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar. Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem sýnd var 2011.

Plakat “Borgríkis 2” afhjúpað

Poppoli, framleiðslufyrirtæki kvikmyndarinnar Borgríki 2, hefur kynnt plakat myndarinnar sem væntanleg er í kvikmyndahús þann 17. október næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR