Netflix meðal fjárfesta í mynd Sagafilm um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Mar­grét Jóns­dótt­ir og Dyl­an Howitt ræða við Ragn­ar Aðal­steins­son hrl. við meðferð end­urupp­töku­máls­ins í héraðsdómi. (Mynd: mbl.is/Árni Sæ­berg)

Heim­ild­ar­mynd um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið verður frum­sýnd á fyrstu mánuðum næsta árs, en Sagafilm vinn­ur um þess­ar mund­ir að fram­leiðslu henn­ar ásamt Mosaic Films í Bretlandi, BBC, RÚV og banda­rísku efn­isveit­unni Net­flix.

Morgunblaðið segir frá:

Mynd­in mun bera nafnið Out of Thin Air og Ólaf­ur Arn­alds sem­ur tónlist fyr­ir hana. Nú þegar hafa verið tek­in upp viðtöl við fólk sem viðkem­ur mál­un­um, enn er þó eft­ir að taka viðtöl við fleiri sem þekkja til máls­ins, að sögn Mar­grét­ar Jón­as­dótt­ur, fram­leiðanda hjá Sagafilm.

Alls koma um 20 manns að fram­leiðslunni á einn eða ann­an hátt og tveir þriðju hlut­ar þeirra eru Íslend­ing­ar. Mynd­in er sú fyrsta á Íslandi sem Net­flix fjár­fest­ir í á fram­leiðslu­stigi, að því  er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Sagafilm vinnur að þessu verkefni í samstarfi við breska fyrirtækið Mosaic Films, framleiðandann Andy Glynne og leikstjórann Dylan Howitt. Umsjón með rannsókn og undirbúningi hefur Ant Adane.

Sjá nánar hér: Fyrsta samstarfið við Netflix

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR