HeimNý verkBaltasar um KÖTLU: Miklar tilfinningar í spilinu

Baltasar um KÖTLU: Miklar tilfinningar í spilinu

-

Baltasar Kormákur er í viðtali við Morgunblaðið um þáttaröðina Kötlu sem verður öll aðgengileg á Netflix þann 17. júní.

Á mbl.is segir:

„Þetta er mystería sem teng­ist áföll­um fólks og sitt­hvað rifjast upp og skýrist eft­ir því sem sög­unni vind­ur fram,“ seg­ir Baltas­ar Kor­mák­ur um nýju sjón­varpsþætt­ina sína, Kötlu. Hann vel­ur orð sín af kost­gæfni – vill að von­um ekki gefa of mikið upp áður en efnið verður áhorf­end­um aðgengi­legt á streym­isveit­unni Net­flix 17. júní.

„Segja má að þarna mæt­ist þrír heim­ar; guðstrú­in, þjóðtrú­in og vís­ind­in og fólk nálg­ast þá á mis­mun­andi hátt, út frá lífsviðhorf­um sín­um. Sag­an er líka álög­um und­ir­orp­in. Ég kýs að kalla þetta „psychological Sci Fi,“ seg­ir hann sem myndi lík­lega út­leggj­ast „sál­fræðiv­ís­inda­skáld­skap­ur“ á ís­lensku. Mið sem sjald­an hef­ur verið róið á úr ís­lensk­um höfn­um. „Ég held ég geti full­yrt að ekk­ert þessu líkt hafi áður verið gert á Íslandi og ekki síst þess vegna er frá­bært að Net­flix hafi haft svona mik­inn áhuga. Auðvitað er þetta ekki ævi­saga en sag­an er samt sem áður mjög per­sónu­leg og mikl­ar til­finn­ing­ar í spil­inu og hvaðeina sem við erum að fara gegn­um í líf­inu. Það eru for­rétt­indi að fá að gera slíka hluti, hvað þá að fá verk­efnið full­fjár­magnað af svo stóru fyr­ir­tæki.“

Katla hef­ir gosið í heilt ár
Baksvið þátt­anna er eld­gos; Katla byrjaði að gjósa og hef­ur gosið staðið án af­láts í heilt ár – sem er án for­dæma. Flest­ir eru flún­ir af svæðinu, sem er lokað fyr­ir ut­anaðkom­andi um­ferð, en fá­ein­ar hræður hokra áfram und­ir ösku­fall­inu í Vík og ná­grenni, auk þess sem vís­inda­menn eru vita­skuld að störf­um á fjall­inu. Og skyndi­lega fara mæli­tæki þeirra að tala tung­um, ef svo má að orði kom­ast. Eitt­hvað und­ar­legt er á seyði. Í for­grunni eru feðgin­in Þór og Gríma, sem Ingvar E. Sig­urðsson og Guðrún Ýr Eyfjörð leika, sem orðið hafa fyr­ir þung­um áföll­um. Eig­in­kona Þórs gekk í sjó­inn þegar Gríma var ung og um það leyti sem eld­gosið hófst hvarf Ása, syst­ir henn­ar, spor­laust á fjall­inu. Búið er að lýsa hana látna en Gríma held­ur eigi að síður enn í veika von­ina. Okk­ur hef­ur ekki fyrr borið að garði en að dul­ar­full­ir at­b­urðir fara að eiga sér stað.

Baltas­ar kveðst ekki beint vera Sci Fi-maður sjálf­ur en hef­ur á hinn bóg­inn brenn­andi áhuga á öllu sem snýr að þjóðtrú, nátt­úr­unni og draum­um, ef út í það er farið. „Ég hef lengi gengið með það í mag­an­um að gera eitt­hvað þessu líkt og meðal ann­ars rætt þetta mikið við Sig­ur­jón,“ held­ur hann áfram og á þar við Sig­ur­jón Kjart­ans­son, einn hand­rits­höf­unda. „Það er eitt­hvað meira þarna úti, en bara það sem við skynj­um og draum­ar eru hluti af raun­veru­leik­an­um. Það er alla vega mín sann­fær­ing. Von­andi leiðir Katla til skemmti­legr­ar umræðu um þessa hluti, inn­an­lands sem utan.“

Heiðarleiki og list­rænt frelsi
Spurður um vænt­ing­ar ger­ist Baltas­ar heim­speki­leg­ur. „Þetta get­ur orðið svaka smell­ur en líka ekki gengið. Og ef­laust allt þar á milli. Aðal­atriðið er að við vor­um heiðarleg við gerð þess­ara þátta, fylgd­um eig­in sann­fær­ingu. Þetta er gert af heiðarleika og miklu list­rænu frelsi. Við gát­um ekki gert þetta á ann­an hátt og stönd­um fyr­ir vikið og föll­um með því. Fjár­hags­lega skipt­ir þetta ekki öllu máli fyr­ir okk­ur heima en það blas­ir þó við að Net­flix hlýt­ur að vera lík­legra til að gera fleiri serí­ur hér á landi ef þessi geng­ur vel. Ég veit að það rík­ir mik­il eft­ir­vænt­ing hjá Net­flix vegna Kötlu. Þætt­irn­ir fjalla auðvitað um fólk sem býr við mikla ein­angr­un og mögu­lega teng­ir fólk bet­ur við það núna eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn en ella.“

Þess utan geta vin­sæld­ir verið seig­fljót­andi ferli, eins og við þekkj­um. Ekki síst á risa­stórri efn­isveitu eins og Net­flix. „Það eru mörg dæmi um að þætt­ir hafi ekki náð til fjöld­ans strax en slegið í gegn síðar. Það get­ur verið sitt hvað, vin­sæld­ir og vin­sæld­ir.“

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR