Tökur að hefjast á pólskri Netflix seríu eftir handriti Árna Ólafs Ásgeirssonar

Tökur eru að hefjast í Póllandi á þáttaröðinni Queen fyrir Netflix. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Hann skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í vor.

Þættirnir fjallar um Sylvester, klæðskera á eftirlaunum sem jafnframt er dragdrottningin Loretta. Hann hefur búið í París í hálfa öld en ákveður að svíkja eigið heit um að snúa aldrei aftur heim til Póllands þegar hann fær bréf frá barnabarni sínu. Hún biður hann að koma og hjálpa mömmu sinni (dóttur hans) sem þarf á nýrnaígræðslu að halda.

Kunnur pólskur leikari, Andrzej Seweryn mun fara með aðalhlutverkið, en hann hefur meðal annars komið fram í fjölda mynda Andrzej Wajda, þar á meðal Marmaramanninum og Járnmanninum og fór einnig með lítið hlutverk í Schindler’s List eftir Steven Spielberg.

Fyrirhugað er að sýna þættina á Netflix 2022.

Þess má og geta að kvikmynd Árna Ólafs, Wolka, verður Íslandsfrumsýnd á RIFF hátíðinni í lok september.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR