spot_img

“Andið eðlilega” á Netflix

Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, er til sýnis á Netflix frá og með deginum í dag, en þó ekki á Íslandi.

Myndin er sjáanleg í Norður- og Suður-Ameríku, á Norðurlöndum, víða um Evrópu og einnig Afríku. Á Íslandi er hægt að sjá hana gegnum netleigur Símans og Vodafone.

Ýmsar íslenskar bíómyndir hafa birst á Netflix á undanförnum árum, en aðgengi að þeim er mismunandi eftir löndum. Má þar nefna Mýrina, Hrúta, Eiðinn, Ég man þig, Hjartastein og Fúsa. Einnig hafa nokkrar íslenskar heimildamyndir birst þar sem og leiknar þáttaraðir, auk kvikmyndarinnar Malevolent sem Ólafur de Fleur gerði í Bretlandi og kom út á síðasta ári.

(Leiðrétting 7. janúar 2019: Þegar fréttin birtist var mishermt að Andið eðlilega væri fyrsta íslenska bíómyndin á Netflix. Þetta hefur verið leiðrétt og um leið er beðist velvirðingar á mistökunum.)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR