spot_img

[Stikla] Þáttaröðin KATLA

Stikla þáttaraðarinnar Katla úr smiðju Baltasars Kormáks er komin út. Þættirnir koma á Netflix þann 17. júní.

Sagt er frá þessu á vef RÚV:

„Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Katla gleypir einhvern með húð og hári og spýtir honum svo aftur löngu seinna,“ heyrist sagt í stiklunni. Fyrir viku var birt stutt kitla fyrir þættina en í nýju stiklunni fá áhorfendur enn betri mynd af þeim.

Katla fjallar um Grímu sem leitað hefur systur sinnar sem hvarf sama dag og eldfjallið Katla byrjaði að gjósa. Þegar Katla hefur gosið samfellt í eitt ár er Gríma ennþá að leita að systur sinni. Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir.

Þættirnir koma úr smiðju Baltasars Kormáks. „Þetta er geysilega spennandi. Þetta er ólíkt því sem hefur verið gert hérna áður, svona dramatískt sci-fi, þar sem gerast atburðir sem við erum ekki endilega vön að gerist í okkar lífi,“ sagði hann í Morgunútvarpi Rásar 2 í desember.

Með hlutverk fara Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim and Valter Skarsgård.

Katla verður frumsýnd um heim allan á Netflix 17. júní.

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR