HeimEfnisorðBaltasar Kormákur

Baltasar Kormákur

„Everest“ gerir gott mót yfir opnunarhelgina víða um heim

Everest fær yfir heildina jákvæðar umsagnir vestanhafs og í Bretlandi með 73% heildarskor af 100% á Rotten Tomatoes sem stendur. Alls hafa 148 gagnrýnendur tjáð sig og af þeim eru 108 jákvæðir. Myndin virðist einnig gera sig vel í miðasölunni vestra og spilar yfir væntingum. Alþjóðleg miðasala gengur einnig vel en myndin var frumsýnd í 36 löndum s.l. föstudag. Á Íslandi er talið að þetta verði stærsta opnunarhelgi ársins en það liggur fyrir á morgun.

Baltasar um vinnuna við „Everest“

Baltasar Kormákur er í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur hjá RÚV vegna frumsýningar Everest. Þar ræðir hann um gerð myndarinnar og vinnubrögð sín. Hann segir meðal annars að hann hafi gert miklar kröfur til leikara myndarinnar og ýtt þeim út á ystu brún til að þeir upplifðu erfiðar aðstæður á eigin skinni.

„Everest“ frumsýnd í dag víða um heim

Sýningar hefjast í dag á Everest Baltasars Kormáks víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Myndin er einnig frumsýnd í 34 öðrum löndum, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Mexikó og Argentínu auk Bandaríkjanna þar sem hún opnar í 540 IMAX bíóum en fer svo á þúsundir tjalda viku síðar.

„Ófærð“ slúttar RIFF

Tveir fyrstu þættirnir af sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð munu loka RIFF í ár, en þeir verða sýndir saman í Egilshöll þann 4. október. Þættirnir eru framleiddir af Rvk. Studios og skrifaðir af Sigurjóni Kjartanssyni og Clive Bradley eftir hugmynd Baltasars Kormáks, sem jafnframt leikstýrir öðrum þættinum en Baldvin Z  hinum.

Fleiri umsagnir um „Everest“

Nokkuð hefur bæst í hóp umsagna um Everest Baltasars Kormáks, bæði í gær og í dag. Meirihlutinn er í jákvæðari kantinum.

Baltasar ánægður með viðtökur „Everest“ í Feneyjum

Baltasar Kormákur segir að mynd hans Everest hafi fengið góðar viðtökur á frumsýningu á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld. Henni hafi verið fagnað með lófataki í lokin. Baltasar segir þetta það langstærsta sem hann hafi upplifað. RÚV greinir frá.

Lof og last um „Everest“

Fjölmargir miðlar hafa birt umsagnir um Everest Baltasars Kormáks sem er opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar nú í kvöld. Myndin er sem stendur með 75% skor á Rotten Tomatoes, sem þýðir að jákvæðar umsagnir eru í miklum meirihluta.

Hollywood Reporter um „Everest“: Grípandi og sannfærandi frásögn

Todd McCarthy, hinn gamalreyndi gagnrýnandi The Hollywood Reporter, segir margar góðar ástæður til að sjá Everest Baltasars Kormáks. Myndin sé kraftmikil og vel gerð, myndrænar brellur séu afar vel leystar og fái mann til að finnast sem maður sé kominn á fjallið, auk þess sem hinu fjölmenna persónugalleríi séu gerð sannfærandi skil þannig að maður láti sig örlög þeirra varða. Hann telur að Universal geti bætt þessari mynd á lista sinn yfir metsölumyndir, en fyrirtækið hefur átt óvenju gott ár hvað varðar árangur í miðasölunni.

Ráðherra heitir aðgerðum gegn kynjahalla í kvikmyndum

Menntamálaráðherra ætlar að hefja vinnu til að stemma stigu við ójöfnum kynjahlutföllum í kvikmyndagerð strax á þessu ári. Þetta kom fram á umræðufundi sem RIFF hélt í Tjarnarbíói í gær um málefnið.

Ítarleg umfjöllun um gerð „Everest“

Útivistarvefurinn Outside birtir ítarlega umfjöllun um undirbúning og gerð Everest. Meðal annars er rætt við Baltasar Kormák, leikarana Jason Clarke, Jake Gyllenhaal og Josh Brolin, Tim Bevan framleiðanda og fjallgöngumennina Guy Cotter og David Breashears sem voru ráðgefandi við gerð myndarinnar.

Ný stikla fyrir „Everest“

Ný stikla fyrir Everest Baltasars Kormáks hefur verið gefin út. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í byrjun september en almennar sýningar hefjast skömmu síðar.

Menntamálaráðherra segir tillögu Baltasars skynsamlega

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tekur vel í hugmyndir Baltasars Kormáks um að öll aukning á framlögum til kvikmyndasjóðs færi til kvenna.„Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson við Fréttablaðið.

Baltasar vill kynjakvóta í kvikmyndasjóði

Baltasar Kormákur segist í viðtali við Fréttablaðið vilja setja kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Ég er að segja, ókei strákar, förum í þetta mál. Styðjum við þetta. Hættum að berjast á móti. Við erum að stækka pottinn. Það er ekki verið að taka neitt frá neinum. Þetta er öllum til góða.”

The Guardian nefnir „Everest“ meðal 40 mynda sem líklegar eru til að fá Óskarstilnefningu

The Guardian birtir hugleiðingar um þær kvikmyndir sem þykja líklegar til að taka þátt í komandi Óskarsverðlaunum. Alls eru um 40 myndir nefndar til sögu og er farið yfir helstu möguleika hverrar myndar, þar á meðal hinnar væntanlegu myndar Baltasars Kormáks.

„Everest“: Feneyjar stökkpallur í Óskarinn?

Helstu erlendu kvikmyndamiðlarnir hafa fjallað um valið á Everest Baltasars sem opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar og benda á að þetta þyki mikið hnoss fyrir myndina og auki möguleika hennar við væntanlegar Óskarstilnefningar.

„Everest“ Baltasars Kormáks opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar

Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks verður opnunarmynd Feyneyjahátíðarinnar sem fram fer 2.-12. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur leikstjóri á opnunarmynd einnar virtustu kvikmyndahátíðar heims.

„Ófærð“ fær 75 milljónir frá Creative Europe

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð fékk 75 milljónir króna frá Creative Europe, kvikmynda- og sjónvarpsáætlun ESB, sem á dögunum úthlutaði alls um 700 milljónum króna. Annað íslenskt verkefni, heimildamyndin Garn í stjórn Unu Lorenzen fékk sjö milljónir króna og því rann alls 12% úthlutunarinnar til íslenskra verkefna. Svo hátt hlutfall hefur aldrei áður farið til neins aðildarlands í einni úthlutun.

Kynningarstikla um gerð „Everest“

Framleiðslufyrirtækið Working Title hefur sent frá sér kynningarstiklu um gerð Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks. Rætt er við Baltasar og helstu leikara myndarinnar og sýnt frá tökum.

Mikill áhugi á „Everest“ stiklunni

Stikla Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks var opinberuð s.l. föstudag og hefur verið til umfjöllunar víða í alþjóðlegu kvikmyndapressunni. Ljóst er að áhugi á myndinni er mikill, bæði hjá fjölmiðlum en ekki síður hjá væntanlegum áhorfendum sem eru ósparir á komment. Hér eru nokkrar umsagnir.

Breytir „Everest“ öllu fyrir Baltasar?

Playlist bloggið hjá IndieWire fjallar um hina væntanlegu mynd Baltasars, Everest. Dálkahöfundurinn Edward Davis segir ekki ólíklegt að hún eigi eftir að vekja meiri athygli en fyrri Hollywood-myndir þessa hæfileikaríka leikstjóra sem hafi verið hvunndagslegar.

Baltasar selur alheimssölurétt á væntanlegri mynd sinni

Bandaríska framleiðslufyrirtækið XYZ films í samstarfi við AI Film, hefur keypt alheims dreifingarréttinn á væntanlegri kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Tökur á myndinni hefjast í haust en myndin byggir á handriti Ólafs Egilssonar og Baltasars.

BBC kaupir „Ófærð“

BBC Four mun sýna þáttaröðina Ófærð (Trapped) en rásin hefur lagt mikla áherslu á erlendar þáttaraðir á undanförnum árum. Norrænar þáttaraðir á borð við Borgen, Forbrydelsen og Broen hafa notið þar mikilla vinsælda.

CinemaCon verðlaunar Baltasar í Las Vegas

CinemaCon, árleg ráðstefna Samtaka kvikmyndahúsaeigenda (NATO) í Bandaríkjunum, verðlaunaði í dag Baltasar Kormák sem alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins.

Baltasar fær verðlaun Samtaka bandarískra kvikmyndahúsa

CinemaCon, árleg ráðstefna Samtaka bandarískra kvikmyndahúsa (NATO), hefur tilkynnt að Baltasar Kormákur verði heiðraður með titlinum "Alþjóðlegur kvikmyndagerðarmaður ársins" á næstu ráðstefnu sem hefst í Las Vegas 20. apríl.

„Fúsi“ selst vel í Berlín, frumsýning á Íslandi 20. mars

Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).

Tökur á „Ófærð“ hafnar á Siglufirði

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á ný og fara nú fram á Siglufirði. Áður höfðu tökur farið fram í Reykjavík og nágrenni en hlé var gert fyrir jól.

Ís, eldur og draugar fortíðar í væntanlegri þáttaröð Baltasars

RVK Studios mun framleiða tíu þátta seríu sem kallast Katla og verður sýnd á Stöð 2. Hér er á ferðinni spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum. Sögusviðið er jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands.

Baltasar ræðir fyrirhugaða víkingamynd sína

Í ítarlegu viðtali við RÚV ræðir Baltasar Kormákur um víkingamynd sína sem hann ráðgerir að filma fljótlega. Fram kemur meðal annars að myndin verði að mestu gerð hér á landi og að hún verði ein stærsta fjárfesting frá hruni.

Víkingamyndir og skeggvöxtur

Egill Helgason leggur útaf fréttum um fyrirhugaða víkingamynd Baltasars á vef sínum og ræðir skeggvaxtarmál víkingamynda í sögulegu samhengi.

Baltasar með mörg járn í eldinum

Universal mun framleiða Vikingr, víkingamynd Baltasars Kormáks, sem hann hefur lengi haft í undirbúningi. Mörg önnur verkefni eru á dagskrá Baltasars.

Leikstýrir Baltasar „Reykjavík“?

Baltasar Kormákur á nú í viðræðum um að leikstýra kvikmyndinni Reykjavík sem lengi hefur verið í undirbúningi. Variety skýrir frá þessu.

Stefnt að tökum á „Ófærð“ undir lok árs

Sjónvarpsserían Ófærð var kynnt fyrir kaupendum á MIP TV markaðsstefnunni sem lýkur í Cannes í dag. Stefnt er að tökum á Austfjörðum undir lok árs.

„Sönn íslensk sakamál“: Spurningamerki hangir yfir frekari framleiðslu sökum gríðarlegs niðurhals

Þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál, sem Skjár einn hefur sýnt, hefur verið mikið halað niður á umdeildum skráaskiptasíðum. Spurningamerki hangir yfir frekari framleiðslu af þeim sökum segir Sævar Guðmundsson leikstjóri þáttanna. Fimmta serían er er nú fáanleg í Leigu Vodafone og Skjá Bíó, um tveimur mánuðum eftir að sýningu þáttanna lauk á Skjá einum. Fjórða serían er einnig í boði.

Heimskringla | Hver fær Óskarinn?

Guðni Halldórsson um Godzilla stikluna, mest spennandi myndir ársins, Everest tökur í Róm, hver vinnur Óskarinn og Mark Cousins um framtíð kvikmyndagagnrýni í Heimskringlu dagsins.

„Baltasar hentar Everest mjög vel,“ segir Tim Bevan

Tim Bevan, framleiðandi hjá Working Title, segir í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire að Baltasar Kormákur hafi hentað kvikmyndinni Everest fullkomlega. Myndin hafði verið á teikniborðinu í þrettán ár þegar framleiðendurnir ræddu við Baltasar og þá loks komst hreyfing á hlutina.

Borgarastríð og framtíð íslenskra kvikmynda

"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.

Víkingar í kjölfar Everest hjá Baltasar

Baltasar segist áætla að kostnaður við fyrirhugaða víkingamynd sína verði milli 60-100 milljónir dollara, eða milli 7-12 milljarða íslenskra króna. Framleiðsla í höndum bandarískra aðila sem brátt verður tilkynnt um en Rvk. Studios verður meðframleiðandi.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

Balti um Baltasar

Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið að birta á undanförnum dögum nokkur brot úr fyrirlestri Baltasars Kormáks sem hann hélt í skólanum fyrir nokkru. Þar fer hann yfir feril sinn og kvikmyndabransann almennt.

Deilt um styrki til kvikmyndahátíða

Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.

„Getum ekki endalaust skotið sama fjallið“

Baltasar Kormákur og Leifur B. Dagfinnsson leggja áherslu á enn eigi eftir að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR