Heim Gagnrýni Lof og last um "Everest"

Lof og last um „Everest“

-

everest-poster-crop

Fjölmargir miðlar hafa birt umsagnir um Everest Baltasars Kormáks sem er opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar nú í kvöld. Myndin er sem stendur með 75% skor á Rotten Tomatoes, sem þýðir að jákvæðar umsagnir eru í miklum meirihluta.

RÚV tekur saman yfirlit um umsagnir þeirra miðla sem þegar hafa birt dóma um myndina:

Gagnrýnandi Hollywood Reporter fer fögrum orðum um myndina, segir leikhópinn traustan og með myndinni hafi Baltasar Kormákur fært sig upp um flokk. Raunar fær íslenski leikstjórinn mikið lof fyrir leikstjórnina – hann haldi upp spennu alla myndina. „Universal getur bætt þessari mynd í flokk metsölumynda á þessu ári,“ skrifar gagnrýnandi Hollywood Reporter.

Dómur Deadline er engu síðri – þetta sé mögulega besta þrívíddarmynd sem gerð hafi verið og fólk megi ekki missa af henni í kvikmyndahúsum. Gagnrýnandinn spáir því að myndin keppi um Óskarsverðlaun í helstu tækniflokkum „en mín tilfinning er sú að hún geti náð enn lengra,“ skrifar hann.

Sömu sögu er að segja af ComingSoon.net sem gefur henni 8 af 10 mögulegum. Reuters segir myndina komast hjá því að dásama fjallgöngur – margir eigi eftir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggi á Everest. Gagnrýnandi Forbes er sömuleiðis mjög hrifinn af myndinni.

Variety stígur varlega til jarðar í sínum dómi – því er spáð að myndin fái ágætis aðsókn en eigi varla eftir að uppfylla þær væntingar sem gerðar hafi verið til hennar. Gagnrýnandinn veltir því jafnframt fyrir sér hvort frumsýningin komi of fljótt eftir miklar hamfarir á Everest-fjalli 2014 og 2015.

Dómur Screen International er frekar neikvæður – gagnrýnandinn kvartar undan því að myndin hafi ekki hreyft nógu mikið við honum og að þetta virki sem æfing í tæknibrellum.

Neikvæðastur er gagnrýnandi Guardian sem gefur Everest tvær stjörnur af fimm. Raunar fær myndin eiginlega slæma útreið.  Hún er sögð ruglingsleg og haldi áhorfendum ekki við efnið. „Þeim mun finnast að þeir hafi snúið aftur frá toppi Everest án þess að hafa séð nokkuð.“

Sjá nánar hér: Everest fær mikið lof en líka last | RÚV

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.