Ráðherra heitir aðgerðum gegn kynjahalla í kvikmyndum

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra á fundi um kynjahalla í kvikmyndagerð í gærkvöldi. Mynd: RÚV
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra á fundi um kynjahalla í kvikmyndagerð í gærkvöldi. Mynd: RÚV

Menntamálaráðherra ætlar að hefja vinnu til að stemma stigu við ójöfnum kynjahlutföllum í kvikmyndagerð strax á þessu ári. Þetta kom fram á umræðufundi sem RIFF hélt í Tjarnarbíói í gær um málefnið.

RÚV segir frá:

Á fundinum lofaði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, að bregðast við þeirri stöðu að alltof fáar konur séu í kvikmyndagerð: „Ég sé það fyrir mér að strax á þessu ári munum við reyna að setja fram hugmyndir um hvað hægt er að gera til að snúa þessari þróun við“.

Illugi segir að metnaður sé til þess að auka fjárframlög til kvikmyndagerðar í fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Ég get ekki sagt það hér og nú hversu mikið. Og þá er það verkefni okkar einmitt þetta að skoða þar, getum við horft á þá aukningu og nýtt hana sérstaklega til þessara verka“.

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri var áður ekki þeirrar skoðunar að kynjakvóta væri þörf, en telur nú þörf á því: „Og mér finnst þetta eitt af stóru málunum í kvikmyndagerð, að breyta þessu og fá kvenfólk bæði til að taka meiri þátt og greiða götu þeirra“.

Dögg Mósesdóttir, formaður Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, tekur í sama streng: „Það þarf að brjóta þetta upp og grípa til aðgerða til þess að þetta breytist og hvetja stelpur til að koma í kvimyndagerð. Og það þarf að gera það ofan frá, frá stjórnsýslunni, þannig að ég held að það sé eina leiðin til að ná fram breytingum hratt, annars gerist þetta mjög hægt“.

Sjá nánar hér: Reynt að auka hlut kvenna í kvikmyndum | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR