Baltasar á Feneyjahátíðinni: „Núna er þetta í höndum kvikmyndaguðanna“

Baltasar Kormákur á leið til Feneyja með Everest.
Baltasar Kormákur við tökur á Everest.

Everest Baltasars Kormáks verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum annað kvöld. RÚV birtir viðtal við leikstjórann á vef sínum.

Þar segir meðal annars:

Baltasar segir að hann sé að sjálfsögðu örlítið stressaður fyrir stóra kvöldið – núna sé þetta hins vegar í höndum kvikmyndaguðanna.

Og ennfremur:

Baltasar segir í samtali við fréttastofu að tilfinningin fyrir frumsýningardaginn á morgun sé góð – smá stress eins og venjulega. „Þetta er langstærsta og erfiðasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur – þetta er kostnaðarsöm mynd enda tekin upp á fjórum stöðum í þremur löndum,“ segir leikstjórinn.

Dagskráin hjá honum verður þéttskipuð næstu daga – frumsýning í Feneyjum, svo kvikmyndahátíð í Frakklandi, frumsýning í Bandaríkjunum og Danmörku og svo hér heima. Hann ætlar einnig að gefa sér tíma til að fara á kvikmyndahátíðina í Toronto þar sem fyrstur þátturinn af sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð verður sýndur. „Þetta verður líf í ansi mörgum ferðatöskum næstu daga.“

Sjá nánar hér: „Núna er þetta í höndum kvikmyndaguðanna“ | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR