spot_img

„Everest“ stiklan komin

Jason Clarke í Everest Baltasars Kormáks.
Jason Clarke í Everest Baltasars Kormáks.

Stikla Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks er komin og má sjá hana hér að neðan.

Myndin, sem verður frumsýnd þann 18. september næstkomandi, fjallar um skelfilegt slys sem átti sér stað á fjallinu árið 1996 þegar átta manns fórust. Byggt er á metsölubók Jon Krakauer Into Thin Air, en handrit er eftir þá Mark Medoff (Children of a Lesser God), Lem Dobbs (The Company You Keep, The Limey), William Nicholson (Gladiator, Shadowlands), Justin Isbell og Simon Beaufoy (Slumdog Millionaire). Working Title framleiðir fyrir Universal.

Með helstu hlutverk fara Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes, Jake Gyllenhaal, Sam Worthington, Robin Wright, Emily Watson og Keira Knightley. Ingvar E. Sigurðsson og Charlotte Böving koma einnig við sögu.

Plakat má sjá undir stiklu.

 

everest-movie-poster-379x600

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR