„Eiðurinn“ meðal spennandi væntanlegra titla á Cannes

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. (Mynd: Lilja Jónsdóttir)

Bandaríski kvikmyndavefurinn Deadline tíndi til á dögunum ýmsar væntanlegar kvikmyndir sem verið er að undirbúa eða filma, jafnframt því sem kynning og sala á þeim fer fram á markaðinum í Cannes. Meðal þessara verkefna er Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Deadline tínir til fjölda mynda eftir kunna leikstjóra, þar á meðal Wim Wenders, Aaron Sorkin, Steven Soderbergh, Sean Penn, Xavier Dolan, Kevin Macdonald, Phillip Noyce, Andrew Niccol og Claire Denis svo einhverjir séu nefndir.

Greinina má skoða hér: Hot Cannes Titles 2016: The Deadline List

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR