Börkur Gunnarsson skrifar fyrir Morgunblaðið um móttökur síðustu myndar Sólveigar Anspach, Sundáhrifanna á Cannes hátíðinni, þar sem hún hlaut SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi myndina í Director's Fortnight dagskránni.
Sundáhrifin, hin fransk/íslenska gamanmynd Sólveigar Anspach heitinnar, vann á föstudagskvöld til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Director‘s Fortnight dagskrárinnar á Cannes.
Í dag var tilkynnt að Fondation gan pour le cinéma, frönsk stofnun sem styrkir listrænar kvikmyndir, hefði ákveðið að styðja nýtt verkefni Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð (A Woman at War). Fyrir skemmstu var opinberað að CNC, kvikmyndasjóður Frakklands, hefði veitt fé til myndarinnar úr sérstökum sjóði til styrktar alþjóðlegri kvikmyndagerð.
Jonathan Romney hjá Screen fjallar um Sundáhrifin Sólveigar Anspach sem sýnd er á Cannes hátíðinni og segir hana viðkunnanlega en sérviskulega rómantíska kómedíu sem ekki sé allra en beri skýr einkenni höfundar síns.
Sundáhrifin, frönsk-íslensk kvikmynd Sólveigar Anspach heitinnar, var heimsfrumsýnd þann 17. maí á Cannes kvikmyndahátíðinni sem hluti af Director‘s Fortnight dagskránni og hlaut afar góðar viðtökur. Myndin var sýnd fyrir smekkfullum sal og að sýningu lokinni risu áhorfendur úr sætum sínum og veittu aðstandendum langt lófatak.
Tinna Hrafnsdóttir sigraði pitch-keppni Shorts TV sem lauk í Cannes í dag. Aðstandendur stuttmynda víðsvegar að gátu mælt fram hugmynd sína og almenningur kaus síðan þá bestu á netinu.
Hollywood Reporter fjallar um mynd Sólveigar Anspach, Sundáhrifin (L'Effet aquatique/The Together Project), sem nú er sýnd á Director's Fortnight í Cannes og segir hana afar sjarmerandi litla mynd.
Bandaríski kvikmyndavefurinn Deadline tíndi til á dögunum ýmsar væntanlegar kvikmyndir sem verið er að undirbúa eða filma, jafnframt því sem kynning og sala á þeim fer fram á markaðinum í Cannes. Meðal þessara verkefna er Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks.
True North vinnur nú að undirbúningi tveggja kvikmynda sem gerðar verða á ensku; annarsvegar The Malaga Prisoner eftir handriti Óskars Jónassonar og Arnaldar Indriðasonar og hinsvegar Keflavik eftir bandaríska leikstjórann Michael G Kehoe.
Kvikmyndagerðarkonurnar Eva Sigurðardóttir og Tinna Hrafnsdóttir keppa nú í Cannes um styrk til gerðar stuttmynda sinna. Keppnin felst í því að kosið er um besta "pitchið" á netinu og nema verðlaunin 5.000 evrum eða rúmum sjö hundruð þúsund krónum.
Zik Zak kvikmyndir er meðframleiðandi að mynd Sólveigar heitinnar Anspach, Sundáhrifin (The Together Project), sem sýnd er á Director's Fortnight í Cannes. Zik Zak kynnir einnig verk Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, sem fer í tökur í september.
Tökum á Vetrarbræðrum (Vinterbrödre), fyrstu bíómynd Hlyns Pálmasonar er lokið. Þær fóru fram á sex vikum í Faxe í Danmörku. Framleiðendur kynna nú myndina í Cannes en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd undir lok árs.
Baltasar Kormákur kynnir mynd sína Eiðinn á Cannes hátíðinni, sem nú stendur yfir, fyrir kaupendum og sýnir brot úr myndinni. Bandaríska sölufyrirtækið XYZ Films fer með sölu myndarinnar á heimsvísu.
Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director's Fortnight.