Hjartnæm stund á Cannes

Börkur Gunnarsson skrifar fyrir Morgunblaðið um móttökur síðustu myndar Sólveigar Anspach, Sundáhrifanna á Cannes hátíðinni, þar sem hún hlaut SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi myndina í Director’s Fortnight dagskránni.

Börkur skrifar:

Á þriðudags­kvöld var síðasta bíó­mynd Sól­veig­ar An­spach, The Toget­her Proj­ect, frum­sýnd í Cann­es við lof­sam­leg­ar und­ir­tekt­ir. Þetta er síðasta mynd­in í sjálf­stætt stand­andi þríleik henn­ar sem hófst með Skrapp út, síðan kom Qu­een of Montr­euil og núna The Toget­her Proj­ect.

Hálf­ís­lensk­ur leik­stjóri

Fyrsta mynd­in henn­ar Hertu upp hug­ann vakti heims­at­hygli er hún var frum­sýnd í Cann­es árið 1999. Mynd­in fjallaði um unga konu sem er barns­haf­andi en jafn­framt með krabba­mein. Að hluta til var mynd­in byggð á eig­in reynslu enda hafði Sól­veig greinst með krabba­mein nokkru fyrr á sama tíma og hún var barns­haf­andi.

Kvik­mynda­leik­stjór­inn Sól­veig An­spach, sem var hálf­ís­lensk og hálf­banda­rísk en bjó nán­ast alla sína ævi í Frakklandi lést á síðasta ári úr krabba­meini aðeins 54 ára göm­ul.

Íslenska fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Zik Zak sem hef­ur áður unnið að mynd­um Sól­veig­ar fram­leiðir mynd­ina ásamt franska fram­leiðslu fyr­ir­tæk­inu Agat Films.

Skúli Malmquist er fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar ásamt Pat­rick So­belm­an.

Skúli sem hef­ur farið með nokkr­ar bíó­mynd­ir til Cann­es sagðist aldrei hafa upp­lifað að upp­klapp eft­ir mynd stæði í fimmtán mín­út­ur.

Ást á sund­kenn­ara

Mynd­in fjall­ar um Sam­ir, sem er staðráðinn í að bæta ráð sitt gagn­vart sund­kenn­ara sín­um Ag­at­he, sem hann er yfir sig ást­fang­inn af.

Hann elt­ir hana alla leið til Íslands en það kem­ur babb í bát­inn þegar hann verður fyr­ir raf­straumi og miss­ir minnið. Didda Jóns­dótt­ir fer með sama hlut­verk í mynd­inni og hún fór með í hinum tveim­ur fyrri mynd­um í þríleikn­um.

Stans­laust lófa­tak

Aðspurður hvers­vegna Skúli hafi byrjað að vinna með Sól­veigu seg­ir hann að hún hafi verið magnaður listamaður og þess vegna auðvelt að ákveða að vinna með henni þegar hann var beðinn. „Hún kom til dyr­anna eins og hún var klædd,“ seg­ir Skúli. „Kom fram við alla á sama hátt. Ein­stak­ur leik­stjóri.“

The Toget­her Proj­ect var frum­sýnd í gær­kvöldi í flokkn­um Director’s Fort­hnig­ht í sama kvik­mynda­sal og fyrsta mynd­in henn­ar Sól­veig­ar var frum­sýnd fyr­ir sautján árum á Cann­es. Mynd­inni var tekið með stand­andi lófa­taki í lok­in og var fólk bæði glatt og hrært. Það var hjart­næm stund og andi Sól­veig­ar sveif yfir vötn­um.

Bíó hélt henni gang­andi

Skúli seg­ir að Sól­veig hafi bar­ist allt til enda og að mark­mið henn­ar að klára kvik­mynd­ina hafi haldið henni gang­andi. „Hún var bara þannig mann­eskja að hún kláraði það sem hún byrjaði á,“ seg­ir Skúli. „Hún var reynd­ar búin að vinna svo marga bar­daga í bar­átt­unni við veik­indi sín að maður hélt að henni tæk­ist það enn og aft­ur. Sól­veig skilaði af sér fyrstu út­gáfu af klipp­inu, þann sama dag fór hún á sjúkra­hús en kom aldrei aft­ur.“

Þekkt í Frakklandi

Sól­veig er kannski ekki mjög þekkt á Íslandi þótt hún sé hálf­ís­lensk og fædd­ist í Vest­manna­eyj­um, en hún hef­ur náð mik­illi hylli í Frakklandi.

Síðasta bíó­mynd­in henn­ar Lulu femme nue fékk ná­lægt 500 þúsund áhorf­end­ur í bíó sem þykir ansi gott í hvaða landi sem er í heim­in­um. Yf­ir­maður Directors Fortnig­ht deild­ar Cann­es hátíðar­inn­ar, Edou­ard Waintrop, sem valdi The Toget­her Proj­ect inná hátíðina sagði aðspurður hvers vegna hann hefði valið hana að það væri ein­föld ástæða fyr­ir því, þetta væri besta gam­an­mynd sem hann hefði séð í ár.

Greinina má lesa í heild hér: Ein­stak­ur leik­stjóri

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR