Íslendingar koma að tveimur myndum á Cannes í ár

cannes logo Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director’s Fortnight.

Þórir Snær Sigurjónsson er í gegnum hið danska fyrirtæki sitt, Profile Pictures, einn framleiðenda kvikmyndarinnar The Neon Demon eftir Nicholas Winding Refn sem keppir um Gullpálmann. Þórir hefur áður framleitt tvær mynda Refn, Only God Forgives og Valhalla Rising.

Sólveig Anspach heitin verður í Director’s Fortnight flokknum með mynd sína Sundáhrifin (L’Effet aquatique). Skúli Malmquist hjá Zik Zik kvikmyndum framleiðir ásamt Patrick Sobelman hjá Ex Nihilo/Agat Films í París, en myndin var að verulegu leyti tekin upp hér á landi í fyrra.


Leiðrétting 20.4.2016: Í upphaflegri frétt var sagt að Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures væri meðframleiðandi á kvikmyndinni Wolf and Sheep, sem einnig tekur þátt í Director’s Fortnight. Það stóð til á tímabili en varð ekki af. Leiðréttist hér með.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR