Tökum lokið á mynd Sólveigar Anspach, „Sundáhrifin“

Sólveig Anspach.

Tökum á kvikmynd Sólveigar Anspach, Sundáhrifin eða L‘effet Aquatique, er lokið í Reykjavík. Áætlað er að frumsýna myndina snemma árs 2016.

Þetta er framhald myndanna Skrapp út og Queen of Montreuil sem Sólveig leikstýrði einnig. Með helstu hlutverk fara Florence Loiret Caille, Samir Guesmi, Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Kristbjörg Kjeld og Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Zik Zak kvikmyndir og franska framleiðslufyrirtækið Ex Nihilo framleiða myndina.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR