Heim Bransinn Sam & Gun kaupa í Skoti

Sam & Gun kaupa í Skoti

-

Frá vinstri: Samúel Bjarki Pétursson, Gunnar Páll Ólafsson, Inga Lind Karlsdóttir og Hlynur Sigurðsson, eigendur Skot Productions.

Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa fest kaup á þriðjungshlut í Skot Productions ehf. Um er að ræða nýtt hlutafé í félaginu en áður áttu þau Hlynur Sigurðsson og Inga Lind Karlsdóttir félagið að fullu.

Vísir segir frá og vísar í tilkynningu frá félaginu:

Í tilkynningu segir að samhliða innkomu Samúels og Gunnars muni Skot taka að sér verkefni á sviði auglýsingagerðar fyrir sjónvarp og internet og byggja upp öfluga liðsheild á þeim vettvangi.

Skot hefur hingað til einbeitt sér að framleiðslu og þróun á sjónvarpsefni og er með nokkur verkefni á þróunarstigi í samvinnu við sjónvarpsstöðvarnar. Einnig festi Skot kaup á 35% í vefmiðlinum Nútímanum en Skot og Nútíminn hafa verið í samstarfi um nokkurt skeið um framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir nutiminn.is.

Samúel og Gunnar hafa unnið sem leikstjórateymi í 16 ár. Þeir hafa unnið fyrir mörg stærstu fyrirtækin hér á landi sem og erlendis og jafnframt unnið til fjölda verðlauna fyrir bæði auglýsingar og tónlistarmyndbönd.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.