Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa fest kaup á þriðjungshlut í Skot Productions ehf. Um er að ræða nýtt hlutafé í félaginu en áður áttu þau Hlynur Sigurðsson og Inga Lind Karlsdóttir félagið að fullu.
Sýningar á raunveruleikaþáttaröðinni The Biggest Loser Ísland hófust s.l. fimmtudag á Skjá einum. Þættirnir ganga útá að aðstoða keppendur við að breyta lífi sínu til frambúðar.