HeimEfnisorðBaltasar Kormákur

Baltasar Kormákur

Bresk/íslensk þáttaröð um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í uppsiglingu

RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og breska framleiðslufyrirtækið Buccaneer Media hafa tekið höndum saman um framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar sem byggð verður á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þáttaröðin mun kallast Reykjavik Confessions.

Bondmyndapennar skrifa Nesbö handrit fyrir Baltasar

Deadline skýrir frá því að handritshöfundar Bond myndanna til margra ára, Neal Purvis og Robert Wade, vinni nú að handriti væntanlegrar skáldsögu norska spennuhöfundarins Jo Nesbö, I Am Victor, fyrir Baltasar Kormák.

Studiocanal vill „Kötlu“ Baltasars

Evrópska framleiðslufyrirtækið Studiocanal er við það að tryggja sér sýningarréttinn á Kötlu, nýrri sjónvarpsþáttaröð úr smiðju Baltasars Kormáks. RÚV greinir frá og hefur eftir Variety.

Baltasar kynnir spennuþætti um Kötlu í Berlín

Baltasar Kormákur hefur í hyggju að gera sjónvarpsþætti þar sem eldfjallið Katla verður í ákveðnu aðalhlutverki. Hugmyndin er að þættirnir gerist í Reykjavík þegar Katla hefur gosið samfellt í tvö ár með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir þá sem eru í landinu.

Næsta Hollywood-mynd Baltasars nánast í höfn

Bandaríska framleiðslufyrirtækið STXfilms er við það að sigla næstu kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, í höfn. Fyrirtækið mun væntanlega bæði framleiða og dreifa myndinni í Bretlandi og kynna hana á Berlinale hátíðinni sem hefst í þessari viku. Aðalhlutverkið er höndum leikkonunnar Shailene Woodley og er myndinni lýst sem Gravity á sjó.

Baltasar leikstýrir hrakningamyndinni „Adrift“ með Shailene Woodley

Baltasar Kormákur mun leikstýra kvikmyndinni Adrift næsta vor með Shailene Woodley (Snowden, The Fault in Our Stars) í aðalhlutverki. Þetta er hrakningasaga sem byggð er á sönnum atburðum, einskonar Gravity á úthafinu eins og Deadline orðar það.

Baltasar: „Ófærð“ borgar sig upp og gott betur

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð er búin að borga sig upp og gott betur. Allir áhættufjárfestar sem komu að gerð sjónvarpsþáttanna koma til með að fá fjárfestingu sína til baka. Ríkisútvarpið fær hins vegar framlag sitt ekki endurgreitt í beinhörðum peningum.

Baltasar og spænskir framleiðendur undirbúa mynd um Baskavígin

RVK Studios Baltasars Kormáks hefur gert samframleiðslusamning við tvö spænsk framleiðslufyrirtæki um gerð kvikmyndar sem byggð er á hinum alræmdu Baskavígum á Vestfjörðum á 17. öld.

Baltasar, Spielberg, Weinstein, De Niro og páfinn

Baltasar Kormákur er sagður í viðræðum við framleiðandann Harvey Weinstein um að leikstýra Robert De Niro í kvikmynd um páfa og mannrán. Leikstjórinn Steven Spielberg er einnig að undirbúa kvikmynd um sama páfa og sama mannrán.

Ráðist í aðra syrpu af „Ófærð“

RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu við nýja syrpu af hinni vinsælu glæpaseríu Ófærð. Þáttaröðin hefur notið almennrar hylli víða um heim, verið lofuð af gagnrýnendum og má ætla að vel á annan tug milljóna hafi horft á þá og enn á eftir að sýna þá víða. Áætlað er að önnur þáttaröð verði frumsýnd á RUV haustið 2018.

Variety um „Eiðinn“: Söluvænlegt spennudrama

Dennis Harvey skrifar í Variety um Eiðinn Baltasars Kormáks sem nú er sýnd á Toronto hátíðinni. Harvey segir þetta vera söluvænlegt spennudrama sem unnið sé af öryggi og henti vel til endurgerðar.

Screen um „Eiðinn“: Blanda hörkutólamyndar og heimilisdrama

Wendy Ide skrifar í Screen International um Eiðinn Baltasars Kormáks frá Toronto hátíðinni. Hún segir myndina einskonar blöndu af hörkutólamynd í anda Liam Neeson mynda og innilegs heimilisdrama, en tónninn sé ójafn.

Fréttablaðið um „Eiðinn“: Sálfræðitryllir og hefndarsaga í fínum umbúðum

Tómas Valgeirsson skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í Fréttablaðið og gefur myndinni þrjár stjörnur. "Eiðurinn stendur betri verkum Baltasars nokkuð að baki og skilur í heildina ekki mikið eftir sig,", segir Tómas, "en hún er faglega gerð og mátulega spennandi."

Morgunblaðið um „Eiðinn“: Römm er sú taug

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í Morgunblaðið og gefur myndinni fimm stjörnur. "Sjónræn umgjörð og allur frágangur myndarinnar eru frámunalega hrífandi. Kvikmyndataka, klipping, tónlist, listræn útfærsla á leikmynd, búningum og gervum og allir aðrir formlegir þættir giftast í nostursamlega gæðaheild," segir Hjördís meðal annars í umsögn sinni.

DV um „Eiðinn“: Dýrmæt mynd

Kristján Kormákur Guðjónsson skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í DV og segir hana afskaplega dýrmæta mynd. Hann gefur henni fjóra og hálfa stjörnu.

Baltasar í viðtali við Hollywood Reporter um „Eiðinn“ og verkefnin framundan

Baltasar Kormákur ræðir við Hollywood Reporter um hversvegna hann hafnaði stórmyndum og kom þess í stað heim til að gera mynd, hvernig uppeldi unglingsdætra hefur gert hann gráhærðan, mögulega endurgerð Ófærðar í Bandaríkjunum, fyrirhugaða víkingamynd sína og ýmislegt fleira.

„Eiðurinn“ seld til yfir 50 landa

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni á morgun laugardag. Myndin mætir miklum áhuga kaupenda og dreifingaraðila en hún hefur þegar selst til yfir 50 landa.

Heimildamynd um gerð „Eiðsins“

RÚV sýndi í gærkvöldi heimildaþátt um undirbúning og tilurð Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Í myndinni er fylgst er með tökum og rætt við helstu aðstandendur og leikara.

Ný stikla „Eiðsins“ komin út

Ný stikla fyrir Eiðinn Baltasars Kormáks hefur litið dagsins ljós. Almennar sýningar á myndinni hefjast þann 9. september næstkomandi og þá helgi er hún jafnframt heimsfrumýnd á Toronto hátíðinni.

Baltasar um „Eiðinn“: Yrði svolítið hræddur við sjálfan mig í þessum aðstæðum

Baltasar Kormákur var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann ræddi um mynd sína, Eiðinn, sem frumsýnd verður 9. september næstkomandi. Hann vísar meðal annars í þá stöðu sem aðalpersóna verksins, sem hann sjálfur leikur, er í og segir: "Hversu langt væri ég til í að fara? Ég hef sem betur fer ekki lent í þessum aðstæðum en ég veit ekki hvort ég... ég yrði svolítið hræddur við sjálfan mig í þessum aðstæðum."

„Eiðurinn“ í keppni í San Sebastian

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák mun keppa um Gullnu skelina, aðalverðlaun San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer á Spáni 16. – 24. september. Myndin verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni nokkru áður og frumsýnd á Íslandi 9. september.

Stikla úr „Eiðinum“ komin út

Ný stikla úr spennumyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks er komin út. Plakat myndarinnar hefur einnig verið opinberað. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi.

„Eiðurinn“ valin á Toronto

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd í "Special Presentations" flokknum á Toronto hátíðinni sem stendur dagana 8.-18. september næstkomandi. Flokkurinn snýst um kvikmyndir sem vekja munu mikla athygli og koma frá leiðandi kvikmyndagerðarmönnum í heiminum. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september.

Baltasar um áhrif Brexit á íslenska kvikmyndagerð: „Okkur í hag að það sé mikið að gera í Bretlandi“

„Ég held að það sé ekkert okkur í hag að þeim gangi illa,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Vísi um ákvörðun bresku þjóðarinnar um að segja sig úr Evrópusambandinu. Breska þjóðin kaus um veru í sambandinu síðastliðinn fimmtudag en þessi ákvörðun gæti haft slæm áhrif á breskan kvikmyndaiðnað sem Íslendingar hafa notið góðs af.

Vill reisa Hollywood norðursins í Gufunesinu

Baltasar Kormákur gæti breytt framtíð kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi ef allt gengur eftir. Grafarvogur verður þá kvikmyndastöð Íslands, segir Fréttatíminn í umfjöllun um áætlanir Baltasars um uppbyggingu kvikmyndavers í Gufunesi.

RVK Studios kaupir eignir undir kvikmyndaver á 301 milljón

Borgarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag kaupsamning við framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios, sem kaupir fjórar fasteignir á Gufunesi fyrir rúmar 301 milljón undir kvikmyndaver sem félagið er með á teikniborðinu.

„Eiðurinn“ meðal spennandi væntanlegra titla á Cannes

Bandaríski kvikmyndavefurinn Deadline tíndi til á dögunum ýmsar væntanlegar kvikmyndir sem verið er að undirbúa eða filma, jafnframt því sem kynning og sala á þeim fer fram á markaðinum í Cannes. Meðal þessara verkefna er Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Baltasar kynnir „Eiðinn“ í Cannes

Baltasar Kormákur kynnir mynd sína Eiðinn á Cannes hátíðinni, sem nú stendur yfir, fyrir kaupendum og sýnir brot úr myndinni. Bandaríska sölufyrirtækið XYZ Films fer með sölu myndarinnar á heimsvísu.

Pétur Sigurðsson ráðinn yfir framleiðsluþjónustudeild RVK Studios

RVK Studios Baltasars Kormáks hefur ráðið Pétur Sigurðsson til að stýra nýrri deild sem kemur til með að þjónusta erlend sjónvarps-, kvikmyndaverkefni og auglýsingar.

Svartir sandar, traustir innviðir og endurgreiðsla

Birgir Olgeirsson skrifar á Vísi ítarlega fréttaskýringu um Ísland sem tökustað erlendra kvikmynda og endurgreiðsluna, sem nú stendur til að hækka í 25%. Rætt er við Einar Hansen Tómasson hjá Film in Iceland og Baltasar Kormák.

„Eiðurinn“ bakvið tjöldin

Tökum er nú að ljúka á kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Ljósmyndir sem Lilja Jónsdóttir tók af upptökum hafa verið opinberaðar á Vísi.

„Mules“ í tökur í vor

Breska sölufyrirtækið West End Films mun sjá um alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Mules sem Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða fyrir RVK Studios. Börkur Sigþórsson mun leikstýra og áætlað er að tökur hefjist í vor.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Tökur standa yfir á „Eiðinum“

Tökur hafa staðið yfir að undanförnu á bíómynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Baltasar fer sjálfur með aðalhlutverkið en Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson eru einnig í stórum hlutverkum.

„Allar leiðir lokaðar“, heimildamynd um gerð „Ófærðar“

RÚV frumsýnir þáttaröðina Ófærð þann 27. desember næstkomandi. Í heimildamynd um gerð þáttaraðarinnar er skyggnst á bakvið tjöldin við gerð hennar. Meðal þeirra sem er rætt er við eru Sigurjón Kjartansson, Baldvin Z, Baltasar Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri.

„Everest“ tilnefnd fyrir sjónrænar brellur

Everest Baltasars Kormáks er tilnefnd til Satellite verðlaunanna sem International Press Academy hefur veitt frá 1996. Tilnefningin er í flokki sjónrænna brellna (Visual Efects).

Spurt og svarað sýning á „Everest“ 5. nóvember

Sérstök spurt og svarað sýning verður haldin á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, fimmtudaginn 5. nóvember í Sambíóunum í Egilshöll. Sýningin er haldin í samstarfi við 66°Norður, Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL), Sambíóin og RVK Studios.

Baltasar: Brú yfir Atlantshafið í smíðum

Baltasar Kormákur segir draum sinn að búa til ís­lenskt fyr­ir­tæki sem geti starfað á alþjóðavett­vangi og skilað hagnaði. Þetta kom fram á fundi á Kex hostel á dögunum á vegum Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, þar sem Baltasar ræddi fjár­mögn­un stórra bíó­mynda, mögu­leika Íslend­inga í alþjóðleg­um kvik­mynda­heimi og þau miklu áhrif sem auk­in tengsl við banda­ríska kvik­myndaiðnaðinn geta haft á Íslandi.

Salvatore Totino ræðir tökurnar á „Everest“ við American Cinematographer

American Cinematographer birtir eitt af sínum kunnu viðtölum við tökumenn á vef sínum. Að þessu sinni er rætt við Salvatore Totino tökumann Everest um verkefnið og einnig spjallað við Baltasar Kormák leikstjóra myndarinnar.

„Everest“ orðin stærsta mynd Baltasars á heimsvísu

Everest Baltasars Kormáks er þriðju helgina í röð á toppnum á íslenska aðsóknarlistanum. Myndin er jafnframt orðin sú tekjuhæsta af myndum Baltasars á heimsvísu.

Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? Umræðurnar í fullri lengd hér

Pallborðsumræðurnar sem RIFF stóð fyrir mánudaginn 28. september undir heitinu Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? má skoða hér í heild sinni.

Ástarævintýri fjárfesta og kvikmyndagerðarmanna rétt að byrja?

Allir þátttakendur í pallborðsumræðum sem RIFF hélt í gær undir yfirskriftinni Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? voru sammála um að svo væri ef rétt er að henni staðið. „Ástarævintýrið er hafið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fundarstjóri og átti við samband kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta.

Variety telur „Hrúta“ og „Everest“ eiga möguleika á Óskarstilnefningum

Variety birtir hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Miðillinn telur Everest Baltasars Kormáks einnig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, þar á meðal bestu mynd og besta leikstjóra.

Greining | Aðsókn á myndir Baltasars eftir opnunarhelgum

Klapptré hefur tekið saman lista yfir aðsókn á opnunarhelgar allra kvikmynda Baltasars Kormáks. Everest fær mestu aðsóknina af Hollywoodmyndum leikstjórans en Mýrin hefur enn vinninginn þegar allar myndirnar eru tíndar til.

„Everest“ gerir gott mót yfir opnunarhelgina víða um heim

Everest fær yfir heildina jákvæðar umsagnir vestanhafs og í Bretlandi með 73% heildarskor af 100% á Rotten Tomatoes sem stendur. Alls hafa 148 gagnrýnendur tjáð sig og af þeim eru 108 jákvæðir. Myndin virðist einnig gera sig vel í miðasölunni vestra og spilar yfir væntingum. Alþjóðleg miðasala gengur einnig vel en myndin var frumsýnd í 36 löndum s.l. föstudag. Á Íslandi er talið að þetta verði stærsta opnunarhelgi ársins en það liggur fyrir á morgun.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR