Heim Fréttir Baltasar og Wahlberg saman á ný

Baltasar og Wahlberg saman á ný

-

Baltasar Kormákur.

Baltasar Kormákur mun leikstýra kvikmyndinni Arthur the King á næsta ári. Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið, en þetta verður í þriðja sinn sem þeir Baltasar vinna saman.

Sagt er frá þessu á vef RÚV og vitnað í Variety:

Vefur Variety segir frá því að myndin hafi fengið heitið Arthur the King og handritið sé skrifað af Michael Brandt sem á að baki myndir eins og 3:10 to Yuma og Wanted. Í bókinni sem byggt er á er sögð sönn saga Mikaels Lindnords, fyrirliða sænsks liðs sem tók þátt í svokölluðu Adventure Racing, þar sem þátttakendur keppa í að komast yfir erfið landssvæði eins og regnskóga eða jökla. Lindnord rakst á flækingshund í frumskógi í Ekvador árið 2016 þar sem lið hans var við keppni. Eftir að Lindnord henti kjötbita til rakkans tók hann upp á því að elta hann og liðið um gríðarlanga vegalengd í hrikalegri færð þar til þeir náðu að leiðarenda. Eftir það tók Lindnord hundinn að sér og flutti hann með sér heim til Örnsköldsvíkur í Norður-Svíþjóð, og skrifaði svo sögu sína. Tökur á myndinni eiga að hefjast í byrjun næsta árs. Mark Wahlberg lék í myndunum Contraband og 2 Guns sem Baltasar leikstýrði einnig.

Sjá nánar hér: Baltasar leikstýrir Wahlberg í þriðja sinn | RÚV

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.