“Everest” tilnefnd fyrir sjónrænar brellur

Á leið á toppinn.

Á leið á toppinn.

Everest Baltasars Kormáks er tilnefnd til Satellite verðlaunanna sem International Press Academy hefur veitt frá 1996. Tilnefningin er í flokki sjónrænna brellna (Visual Efects).

Aðrar myndir sem tilnefndar eru í þeim flokki eru Spectre, Jurassic World, The Walk, The Martian og Mad Max: Fury Road.

Daði Einarsson hjá RVX hafði yfirumsjón með sjónrænum brellum í Everest.

Þess má og geta að myndin hefur nú tekið inn yfir 200 milljón dollara í tekjur alþjóðlega, sem er það langhæsta af myndum Baltasars.

Sjá má tilnefningar hér.

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni