„Everest“ tilnefnd fyrir sjónrænar brellur

Á leið á toppinn.
Á leið á toppinn.

Everest Baltasars Kormáks er tilnefnd til Satellite verðlaunanna sem International Press Academy hefur veitt frá 1996. Tilnefningin er í flokki sjónrænna brellna (Visual Efects).

Aðrar myndir sem tilnefndar eru í þeim flokki eru Spectre, Jurassic World, The Walk, The Martian og Mad Max: Fury Road.

Daði Einarsson hjá RVX hafði yfirumsjón með sjónrænum brellum í Everest.

Þess má og geta að myndin hefur nú tekið inn yfir 200 milljón dollara í tekjur alþjóðlega, sem er það langhæsta af myndum Baltasars.

Sjá má tilnefningar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR