Fréttaveitan IFS News hefur göngu sína

ifs newsKvikmyndaskóli Íslands hefur hleypt af stokkunum fréttaveitunni IFS news á Twitter. Þar birtast á hverjum degi fréttir af kvikmyndagerð úr öllum heimsálfum. Eysteinn Guðni Guðnason er ritstjóri en hann á að baki fjölbreyttan feril sem blaðamaður með kvikmyndir sem sérsvið, auk þess að hafa stundað margvíslegar rannsóknir meðal annars á íslenskri kvikmyndasögu.

Í fréttatilkynningu segir m.a.:

Markmiðið er að vera með fingurinn á púlsinum á mörgu af því helsta sem er að gerast í kvikmyndaiðnaðinum, heiminum og gefa nemendum, starfsfólki, vinum og velunnurum skólans tækifæri til víkka sjóndeildarhring sinn. Markmiðið er jafnframt að safna upplýsingum um alþjóðlega strauma og stefnur til að nýta við þróun skólastarfsins.

Það er ótrúlega mikið að gerast í mörgum löndum Asíu, Evrópa er suðupottur, Afríka og Suður Ameríka eru á mikilli siglingu, Bandaríki Norður Ameríku eru kraftmikil sem aldrei fyrr. IFS news bjóða upp á ferskar fréttir á hverjum degi sem koma t.d. frá Japan, Indlandi, Brasilíu, Kanada, Noregi, Frakklandi, Nígeríu og þannig má áfram telja, en reynt er að leita frétta í öllum þeim löndum þar sem kvikmyndaiðnaður er til staðar.

Fréttamagnið skiptist á milli heimsálfa í hlutfalli við magn framleiddra bíómynda í hverri þeirra fyrir sig. Upplýsingarnar byggja á rannsókn sem Unesco gerði á hinum alþjóðlega kvikmyndaiðnaði árið 2011, þar sem meðal annars voru upplýsingar um framleiðslumagn í öllum löndum í heiminum. Hlutfallsskipting frétta sem mæld er á mánaðarfresti er eftirfarandi:

  • Latin America and the Caribbean (21 land,  417 myndir) 6%
  • Europe (40 lönd, 2168 myndir) 30%
  • North America (2 lönd, 905 myndir) 12%
  • Asia and the Pacific (29 lönd, 2645) myndir 36%
  • Sub-Saharan Africa and Arab States (23 lönd, 1182 myndir) 16%
  • Hollywood fær síðan sérstakt viðbótarframlag vegna yfirburðastöðu þess á alþjóðavettvangi.

Fréttastefnan er byggð á greiningum á tegundum frétta á þekktum alþjóðlegum miðlum eins og til dæmis Varity þar sem hlutföllin eru eftirfarandi:

1) Frumsýningar/Væntanlegt, 23% 
2) Celeb/Stjörnur 21%
3) Stórmyndir/Þáttaseríur 17%
4) Viðskipti/Aktúelt/Ráðningar/Afmæli/Andlát/Verðlaun/Vinnsla/Gagnrýni/Greining 39%

IFS new hefur þessa skiptingu til hliðsjónar þó það taki auðvitað tíma að byggja upp fréttaveitur til að segja fréttir inn í alla þessa þætti af öllum svæðum. En það er þó markmiðið. Sérstaða IFS news borið saman við aðra miðla er sú tilraun að fanga allan heiminn með kerfislægum hætti. Allar fréttir eru efnisflokkaðar og greindar. Á sex mánaða fresti er síðan unnið úr niðurstöðum og reynt að greina hvort finna megi einhver sérstök „trend“ eða áherslur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR