HeimFréttirSNERTING Baltasars Kormáks fær 35 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

SNERTING Baltasars Kormáks fær 35 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

-

Snerting Baltasars Kormáks hlaut á dögunum 2,5 milljónir norskra króna frá Norrræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Upphæðin svarar til um 35 milljóna íslenskra króna.

Tökur á myndinni hófust í London í september og standa nú yfir í Reykjavík, en einnig verða upptökur í Japan. Egill Ólafsson fer með aðalhutverkið.

Agnes Johansen og Baltasar framleiða fyrir RVK Studios. Byggt er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem einnig skrifar handrit ásamt Baltasar.

Myndin hlaut 160 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði og mun njóta 35% endurgreiðslu samkvæmt því sem fram kemur á vef Norræna sjóðsins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR