Gert ráð fyrir að verulega dragi úr endurgreiðslum á næstu árum í nýju fjárlagafrumvarpi

Ólafur Darri Ólafsson sem Andri í Ófærð 2, en það verkefni hefur fengið hæstu endurgreiðsluna það sem af er árinu 2019, rúmlega 334 milljónir króna (mynd: Lilja Jónsdóttir/Rvk. Studios).

Samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að verulega dragi úr endurgreiðslum til kvikmyndagerðar á næsta ári og að þær fari enn frekar lækkandi á næstu tveimur árum eftir það.

Lagðar hafa verið fram tillögur í þessa veru fyrir skemmstu en kvikmyndabransinn hefur mótmælt þessum plönum harðlega. Þetta er til viðbótar tillögum í fjárlagafrumvarpinu um að framlög til Kvikmyndasjóðs standi í stað milli ára.

Í fjárlagafrumvarpinu 2020 er gert ráð fyrir að endurgreiðslur nemi 691,4 mkr. 2020 en fjárheimildir eru fyrir 965,7 mkr. 2019. Árið 2018 voru þær 1.075,7 mkr.

Þá er miðað við að þær nemi 657,8 mkr. 2021 og 617,8 mkr. 2022.

Hér má sjá þau verkefni sem fengið hafa endurgreiðslur á þessu ári og einnig áður.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR