Horfðu á JÓN OG SÉRA JÓN hér

Steinþór Birgisson höfundur heimildamyndarinnar vinsælu Jón og séra Jón (2011), hefur opnað fyrir ókeypis aðgang að myndinni og er hægt að nálgast hana hér.

Jón og séra Jón var sýnd í Bíó Paradís og víðar um  land 2011 við mikla aðsókn og var valin besta myndin á Skjaldborgarhátíðinni 2011.

Myndin segir af séra Jóni Ísleifssyni presti á Árnesi á Ströndum. Séra Jón lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur, bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum.

Skoða má myndina hér að neðan. Undir er svo útgáfa með enskum texta.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR