HeimBíó ParadísHeimildamyndin Á SKJÖN sýnd í Bíó Paradís

Heimildamyndin Á SKJÖN sýnd í Bíó Paradís

-

Magnús Pálsson myndlistarmaður er viðfangsefni heimildamyndarinnar Á skjön.

Heimildamyndin Á skjön eftir Steinþór Birgisson er nú í sýningum í Bíó Paradís. Myndin fylgir sköpunarferli nútímalistar eftir af stuttu færi í holdgervingu Magnúsar Pálssonar, eins helsta brautryðjanda og árhrifavalds íslenskrar nútímalistar frá upphafi.

Í kynningu er spurt:

Hvað er list og hvernig verður hún til? Meikar hún einhvern sens? Mynd fyrir alla sem hafa einhvern tímann velt því fyrir sér hver er tilgangurinn með þessu öllu saman.

Steinþór og Sigurður Ingólfsson skrifa handrit en myndin er 80 mínútur að lengd. Hún var frumsýnd 26. desember síðastliðinn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR