Framsókn sér fyrir sér að auka endurgreiðslur í 35%

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Framsóknarflokksins seg­ir tæki­færi fel­ast í því að auka end­ur­greiðslur á kostnaði stórra kvik­mynda­verk­efna hér á landi í 35%. Þetta kemur fram í Dagmálum, þjóðmálaþætti Morgunblaðsins.

Sig­urður Ingi ræðir við Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son:

100 millj­arða verk­efni í sigt­inu
„Rök­in fyr­ir þessu eru að á 10 árum gæt­um við verið kom­in með 10.000 manns sem störfuðu í þess­um geira í stað 2.600. Þetta væri þá hluti af því að fara í þessa átt­ina,“ seg­ir Sig­urður Ingi og bæt­ir við:

„Ég ætla að nefna þetta með eina kvik­mynd. Miðað við þenn­an stuðning sem er, sem end­ur­greiðsla að við get­um fengið hérna inn verk­efni sem er hluti af kvik­mynd eða ein­hverri þáttaröð sem er tek­in hér. Hún get­ur verið t.a.m. 10 millj­arðar. Og þá eru tveir og hálf­ur sem eru að fara út og þá eru eft­ir sjö og hálf­ur.“

Hann seg­ir að þessi um­svif séu af hinu góða en að með því að auka áhuga er­lendra fyr­ir­tækja á að koma hingað til lands með stærri og heil­stæðari verk­efni, gæti það skilað mikl­um ábata fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag og ríkið. Nefn­ir hann dæmi þar um.

„ […] það var bara kvik­mynd sem gerðist á Íslandi sem var tek­in með þess­um hætti, 10 millj­arðar hér […] meðan hinn hlut­inn fór til Írlands, öll upp­tak­an en mynd­in gerðist á Íslandi. Ef öll mynd­in hefði verið tek­in hér og við verið með 35% end­ur­greiðslu þá hefðu 100 millj­arðar komið hingað inn. 35 hefðu farið út aft­ur en við vær­um með 65 millj­arða hérna inni í hag­kerf­inu. Og hvað held­ur þú að mikið af þeirri upp­hæð hefði runnið í rík­is­sjóð um­fram þenn­an tvo og hálf­an.“

Hægt að spara aug­lýs­inga­kostnað rík­is­sjóðs á móti
Hann er þá spurður hvað það er sem rétt­læti það að rík­is­sjóður leggi út í bein­an kostnað við að niður­greiða fram­leiðslu­kostnað stórra fram­leiðslu­fyr­ir­tækja er­lend­is.

„Við erum að taka þátt í þess­um leik sem er gerður í þessu. Af hverju erum við það? Auðvitað eru það áhuga­verð störf sem þarna eru, vel borg­andi og mikið af ungu fólki sem leit­ar inn í þenn­an geira. Þannig að þetta er svona hluti af framtíðinni. Afþrey­ing­ar­sam­fé­lag­inu sem er öðru­vísi en fram­leiðslu­drifna sam­fé­lagið. En þetta styður svo mikið annað í sköp­un­ar­kerf­inu. Þetta er auðvitað aug­lýs­ing fyr­ir ferðaþjón­ust­una sem ekk­ert annað. Við get­um sparað pen­inga úr rík­is­sjóði að vera í bein­um aug­lýs­ing­um ef þetta yrði niðurstaðan.“

Er hann þá innt­ur svara við því hvort rík­is­sjóður eigi yfir höfuð að vera að dæla pen­ing­um í aug­lýs­ing­ar til þess að ýta und­ir auk­in um­svif einka­fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu.

„Við höf­um tekið þátt í því. Við rek­um jú Íslands­stofu, ekki satt.“

Ekki krani út úr rík­is­sjóði
Sig­urður tel­ur þó að þótt millj­arðatug­um yrði varið úr rík­is­sjóði til þess að styrkja kvik­mynda­fram­leiðslu hér á landi þá yrði það ekki til þess að hægt væri að leggja Íslands­stofu niður.

„Ég er ekki að leggja það til. Ég er bara að segja að þarna verður til svo gríðarleg kynn­ing á landi og þjóð. Líka fiskn­um okk­ar. Líka á öðrum vör­um. Líka á þeirri ímynd sem við erum að selja um hreina Ísland og sög­una og þar með ann­arri menn­ingu þannig að þetta er ein­fald­lega gluggi inn í þenn­an geira. Ég veit, því ég hef verið að taka þessa umræðu býsna oft að marg­ir í mín­um ágæta sam­starfs­flokki, Sjálf­stæðis­flokki, líta á þetta sem krana út úr rík­is­sjóði. En ég var að út­skýra fyr­ir ykk­ur hver mun­ur­inn er að fá 7,5 millj­arða úr litlu verk­efn­un­um eða að fá 65 millj­arða af einu stóru verk­efni og byggja upp um leið nýja at­vinnu­grein.“

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR