Lestin um „Eden“: Útlagarómantík í íslenskri eiturlyfjasenu

„Heldur góðum dampi með hressilegri kvikmyndatöku og klippingu sem heldur áhorfendum við efnið þó að saga og persónusköpun risti ekki sérlega djúpt,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir í Lestinni á Rás 1 um Eden eftir Snævar Sölvason.

Marta segir ennfremur:

Klippingin er hröð og myndatakan nokkuð hrá sem hæfir efniviðnum vel. Sjónrænt séð tekst vel að skapa heildstæða umgjörð sem skiptir miklu máli í mynd á borð við þessa.

[…]

Skærir litir, neonljós og ljósaseríur eru áberandi í myndinni sem gerist um jólin. Að mínu mati er bæði myndataka og klipping til fyrirmyndar og hljóðið er bara býsna gott. Það var að minnsta kosti ekkert sem truflaði mig þar. Aðalleikaranir Thelma Huld Jóhannesdóttir og Hansel Eagle, sem er listamannsnafn Ævars Arnar Jóhannssonar, eru trúverðug í hlutverkum sínum og mér fannst Thelma Huld sérstaklega kraftmikil og töff sem hin krúnurakaða Lóa.

[…]

Mér fannst sagan ekkert sérstaklega áhugaverð, enda margsögð, og persónusköpunin er heldur ekkert sérstaklega djúp en það skiptir ekki endilega svo miklu máli hér enda er þetta mynd sem á að skemmta áhorfendum. Grínið var á köflum bara nokkuð gott og myndin hélt dampi allan tímann og ég efast ekki um hún höfði sterkt til yngri áhorfendahóps.

[…]

Það virðist sem meirihluti nýrra íslenskra kvikmynda sem ég hef séð síðastliðið ár fjalli um fíkniefnaheiminn, þar er um ríkulegan garð að gresja vitaskuld og það er mikilvægt að eiga sér áhrifavalda og fyrirmyndir í listum, en það er líka tími til kominn, finnst mér, að fá að sjá nýjar og frumlegar kvikmyndir sem gerast í íslenskum samtíma og fjalla ekki bara um bændur eða dópsala.

Sjá nánar hér: Útlagarómantík í íslenskri eiturlyfjasenu

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR